Miðlunartillagan samþykkt

Kosningu um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara frá 19. mars sl. lauk í gær 11. apríl.  Tillagan var samþykkt með 61,5% greiddra atkvæða.  Einnig fór fram stjórnarfundur Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ISAL) í gær þar sem miðlunartillagan var samþykkt einróma.