Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Kynningar vegna samningsins verða með eftirfarandi hætti: Kynning kjarasamningsins er …
Skrifað undir kjarasamning í Karphúsinu
Samiðn undirritaði í Karphúsinu í síðdegis í dag undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Auk Samiðnar skrifuðu Efling og Starfsgreinasambandið undir samninga. Samningarnir gilda til fjögurra ára, til 2028, og kveða á um árlegar kauphækkanir. Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar síðastliðinn og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á …
Vel heppnað námskeið að baki
Vel heppnað trúnaðarmannanámskeið var haldið á vegum Samiðnar daganna 22. og 23. febrúar. Námskeiðið telst til fjórða hluta.Trúnaðarmennirnir sem tóku þátt í námskeiðinu voru mjög ánægðir með afraksturinn í lok námskeiðsins. Um var að ræða einstaklega skemmtilegan og jákvæðan hóp sem hafði áhuga á að styrkja sig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. Fjörugar og athyglisverðar umræður fóru fram bæði í …
Breiðfylkingin lýsir viðræður árangurslausar
Breiðfylking stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði lýsti í dag viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar. Ásteitingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst. Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafa verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimila …
Breiðfylkingin vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Komið er að krossgötum í viðræðum Breiðfylkingar stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins. Eftir fjölda funda er komið í ljós að SA fallast ekki á hófsama nálgun Breiðfylkingarinnar. Breiðfylkingin tjáði í yfirlýsingu þann 17. janúar áhyggjur sínar af illskiljanlegum viðsnúningi í framgöngu SA. Breiðfylkingin benti þar á að hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra …
Fjórar útfærslur 36 stunda vinnuviku
Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …
Vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024
Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …
Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt
Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði hóf viðræður við Samtök atvinnulífsins þann 28. desember. Á fundi þann dag kynnti Breiðfylkingin tillögur sínar um tilteknar launahækkanir í þriggja ára kjarasamningi, með ítarlegum útfærslum og rökstuðningi. Þær tillögur voru mjög hófsamar og byggðar á þekktri fyrirmynd, Lífskjarasamningunum frá 2019. Heildarkostnaðarmat tillagna Breiðfylkingarinnar er vel innan þeirra marka sem Seðlabankinn gerir …
Sameiginleg yfirlýsing
Samtök atvinnulífsins og breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðinum hafa tekið höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Samningsaðilar eru sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum. Til að það markmið …
Gleðilega hátíð
Samiðn færir aðildarfélögum sambandsins, félagsmönnum þeirra og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.