Kjarasamningur við sveitarfélögin undirritaður

Í dag undirritaði samninganefnd Samiðnar kjarasamning vegna félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá sveitarfélögum.

Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og í honum felast sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið við aðra hópa að undanförnu.

Kynning á nýgerðum kjarsamningi fer fram í næstu viku og í framhaldinu fer fram atkvæðagreiðsla.