Vel heppnað námskeið

Samiðn hélt vel heppnað trúnaðarmannanámskeið daganna 30. og 31. mars. Námskeiðið telst til annars hluta. Kennsla og umsjón námskeiðsins var í höndum Sigurlaugar Gröndal, Guðfinns ÞórsNewman, Gunnars Halldórs Gunnarssonar og Hildigunnar Guðmundsdóttur. Á námskeiðinu var lögð megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hvernig megistuðla að góðum samskiptum. Seinni dagurinn fór í að kynna innihald og uppbyggingukjarasamninga, nýgerða kjarasamninga. …

Samningar við orkugeirannn samþykktir

Fjórum atkvæðagreiðslum um kjarasamninga sem Samiðn, fyrir hönd félagsmanna í Félagi iðn- og tæknigreina, undirritaði á dögunum við orkufyrirtæki, lauk í dag. Samningarnir, sem voru við Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, HS Veitur og HS Orku voru allir samþykktir. Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan.

Samið í orkugeiranum

Samiðn – samband iðnfélaga undirritaði í dag, þriðjudaginn 21. mars, nýja kjarasamninga vegna starfsfólks aðildarfélaga í orkugeiranum. Skrifað var undir kjarasamninga við Landsvirkjun, HS Orku og HS Veitur. Í gær, mánudaginn 20. var samningur við Samtök atvinnulífsins vegna Orkuveitu Reykjavíkur undirritaður. Samningarnir eru á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið að undanförnu. Kynning þessara samninga fer fram …

Skrifað undir vegna Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn – samband iðnfélaga hefur í dag, mánudaginn 20. mars, undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Gildistími kjarasamningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Samningurinn er á sambærilegum nótum og kjarasamningar sem undirritaður voru fyrir árámót við Samtök atvinnulífsins. Félagsmönnum verður kynntur samningurinn á næstu dögum.

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar fer fram daganna 30. og 31. mars. Námskeiðið telst til 2. hluta. Félagsmenn á vinnustöðum eru hvattir til að kjósa sér trúnaðarmann. Allar upplýsingar um vinnustaði sem hafa engan trúnaðarmann eru vel þegnar. Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við ykkar aðildarfélag innan Samiðnar. Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með …

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Tuttugu og þrjár faggreinar hafa tilkynnt þátttöku á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, Mín framtíð, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars nk. Á mótinu munu 27 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og …

Námskeið í garðyrkju á vegum Iðunnar

Í marsmánuði verða fimm námskeið sem Iðan heldur í samvinnu við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Fyrstu tvö námskeiðin verða haldin 11. mars nk. og síðustu þrjú, 25. mars nk. Tenglar á námskeiðin eru hér að neðan: IÐAN – Ræktunarmold og jarðvegsbætur IÐAN – Í pottinn búið – pottaplöntur, ræktun, umhirða og umhverfiskröfur IÐAN – Ræktum okkar eigin ber IÐAN …

Ályktun miðstjórnar Samiðnar

Miðstjórn Samiðnar telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara hafi verið ótímabær og ekki hafi verið fullreynt að knýja fram lausn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Mikilvægt er að niðurstaða dómstóla liggi fyrir hið fyrsta svo eyða megi óvissu um málið.

Styrktu Hjálparstarf kirkjunnar

Félögin í Húsi fagfélaganna styrktu innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar um eina milljón krónur nú í desember. Hefð hefur skapast fyrir því í Húsi fagfélaganna að leggja góðu málefni lið á þessum tíma árs.  Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem stofnunin veitir ekki …

Lokun skrifstofu yfir hátíðirnar

Móttaka og skrifstofur Samiðnar verða lokaðar frá klukkan 12 á hádegi á Þorláksmessu, 23. desember. Sama gildir um föstudaginn 30. desember. Við hvetjum þá sem eiga erindi við félagið að sinna þeim tímanlega. Samiðn færir aðildarfélögum sambandsins, félagsmönnum þeirra og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er …