Námskeið fyrir trúnaðarmenn

Námskeið fyrir trúnaðarmenn félaga í Samiðn verða haldin á Stórhöfða 31 dagana 20. og 23. október. Þessi námskeið teljast til þriðja hluta. Megináhersla er lögð á grunntölur launa, útreikninga á launaliðum, mikilvægi launaseðla og kunnáttu til að yfirfara þá. Nemendur leysa verkefni þessu tengt og læra helstu deilitölur, launaútreikninga og verkefni námskeiðsins felst í að reikna heil mánaðarlaun frá grunni. …

Hallur og Lárus hlutskarpastir á Jaðarsvelli

Golfmót iðnfélaganna fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 16. september síðastliðinn. Frábær þátttaka var á mótinu og allar aðstæður til golfiðkunar eins og best verður á kosið. Leikið var með tveggja manna Texas-scramble fyrirkomulagi; höggleikur með forgjöf. Leiknar voru 18 holur. Þátttakendur voru 92 talsins. Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin á mótinu. Auk þess voru veitt nándar- og …

Ungt iðnaðarfólk í eldlínunni

Fulltrúar Íslands í ellefu iðngreinum etja nú kappi í Gdansk í Póllandi þar sem Euroskills, Evrópumót iðngreina, fer fram dagana 5.-9. september. Ísland hefur átt fulltrúa í keppninni – sem fer fram annað hvert ár – frá árinu 2007. Aldrei hafa þeir hins vegar verið fleiri. Ellefu ungir og efnilegir fulltrúar taka þátt í eftirfarandi greinum: „Að taka þátt í …

Fundað með fulltrúum atvinnurekenda

Forsvarsmenn Samiðnar áttu í dag fund með samningafólki Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn var liður í undirbúningi fyrir kjaraviðræður aðila og byggir á samkomulagi um verkáætlun sem samkomulag náðist um í síðustu kjaraviðræðum. Verkáætlunin snýr að þeim kjaraliðum sem ekki var samið um í síðustu kjarasamningum. Þar má nefna vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og fleiri mikilvæg málefni. Fundað verður með reglubundnum hætti í …

GOLFMÓT IÐNFÉLAGANNA

Sameiginlegt golfmót iðnfélaganna verður haldið laugardaginn 16. september nk. á Jaðarsvelli Akureyri. Skráning á gagolf@gagolf.is eða í Golfboxinu.

Vel heppnað afmælisgolfmót

Kristján Björgvinsson og Vilhjálmur Steinar Einarsson báru sigur úr býtum á afmælisgolfmóti Samiðnar sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn. Keppt var hvoru tveggja í höggleik með og án forgjafar. Sigurvegarar í höggleik án forgjafar Kristján Björgvinsson Árni Freyr Sigurjónsson Hans Óskar Isebarn Sigurvegarar í höggleik með forgjöf Vilhjálmur Steinar Einarsson Ágúst Þór Gestsson Ríkharður Kristinsson …

AFMÆLISGOLFMÓT SAMIÐNAR

Í tilefni af 30 ára afmæli Samiðnar verður afmælisgolfmót haldið 20. ágúst nk. í Leirunni (sjá auglýsingu). Skráning fer fram í golfboxinu: tengill á skráningu Þeir sem ekki hafa aðgang að golfboxinu geta skráð sig á netfangið: gs@gs.is

Sumarlokun skrifstofu Samiðnar

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð frá 24. júlí – 7. ágúst 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst. fsÍ neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á postur@samidn.is sé um kjaramál að ræða.

Ályktanir frá sambandsstjórn Samiðnar

Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum þann 15. júní 2023 eftirfarandi ályktanir: Ályktun um efnahags- og kjaramál Sambandsstjórn Samiðnar hvetur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld til að koma böndum á verðbólguna með öllum tiltækum ráðum með raunhæfum aðgerðum. Stöðugleiki, ásamt því að verja aukinn kaupmátt síðustu ára, er sameiginlegt markmið og á ábyrgð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Aðgerðir Seðlabanka Íslands í …