Mótmælt á Austurvelli 10. september

ASÍ, BSRB og KÍ hafa efnt til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn 10. september. Þar á að mótmæla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Boðað er til mætingar klukkan 16:00 en formleg dagskrá hefst kl.16:30. Ræðufólk: Tónlistaratriði: Fundarstjórn annast Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ. Tilkynningu sem send var út fyrir helgi má sjá hér fyrir neðan: Mótmælum á Austurvelli 10. …

Nýtt símanúmer Samiðnar

Mánudaginn 2. september verður tekið upp nýtt símanúmer hjá Samiðn- sambandi iðnfélaga. Nýja símanúmerið er 547-0200 (aðalnúmer).

Skrifstofa Samiðnar lokuð vegna útfarar

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð mánudaginn 26. ágúst vegna útfarar Arnar Friðrikssonar, fyrrverandi formanns Samiðnar. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13:00. Miðstjórn Samiðnar sendir fjölskyldu og aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur.

Sumarlokun skrifstofu Samiðnar

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð frá 22. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á gudfinnur@samidn.is sé um kjaramál að ræða.

Kjarasamningar við sveitarfélög og Reykjavíkurborg samþykktir

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu: Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Reykjavíkurborgar hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu:

Kjarasamningur við ríkið samþykktur

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi ríkisins (SNR) hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu:

Kjarasamningar við opinbera vinnuveitendur undirritaðir í dag

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamninga í dag við sveitarfélögin, ríki og Reykjavíkurborg. Um er að ræða langtíma kjarasamninga til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í mars mánuði, auk markmiða og forsenda. Atkvæðagreiðslur samninganna hefjast á morgun, föstudaginn 12. júlí kl. …

Nýr Tækniskóli rís í Hafnarfirði

Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn hafa undirritað skuldbindandi samkomulag um að reisa nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari, Egill Jónsson, stjórnarformaður skólans, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu samkomulagið á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á fimmtudag. Nú tekur við undirbúningur að hönnun og gerð framkvæmdaráætlunar. Verklok eru fyrirhuguð 2029. Byggingin verður 30 þúsund fermetrar og …