Fjórar útfærslur 36 stunda vinnuviku

Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …

Vinnutími samræmdur frá 1. febrúar 2024

Frá og með 1. febrúar nk. verður einn samræmdur vinnutími hjá aðildarfélögum Samiðnar, en frá þeim tíma verður virkur vinnutími 36 klukkustundir á viku. Jafnframt verður deilitala dagvinnukaups 156 frá sama tíma. Áhrif breytts fyrirkomulags á kaffi- og matartíma hefur engin áhrif nema um annað sé samið. Umrædd breyting byggir á 3. grein í kjarasamningi aðila frá 12. desember 2022 …

Samtök atvinnulífsins hafna nálgun Breiðfylkingar um Þjóðarsátt

Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði hóf viðræður við Samtök atvinnulífsins þann 28. desember. Á fundi þann dag kynnti Breiðfylkingin tillögur sínar um tilteknar launahækkanir í þriggja ára kjarasamningi, með ítarlegum útfærslum og rökstuðningi. Þær tillögur voru mjög hófsamar og byggðar á þekktri fyrirmynd, Lífskjarasamningunum frá 2019. Heildarkostnaðarmat tillagna Breiðfylkingarinnar er vel innan þeirra marka sem Seðlabankinn gerir …

Sameiginleg yfirlýsing

Samtök atvinnulífsins og breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðinum hafa tekið höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Samningsaðilar eru sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum.      Til að það markmið …

Gleðilega hátíð

Samiðn færir aðildarfélögum sambandsins, félagsmönnum þeirra og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði taka höndum saman um nýja þjóðarsátt

Íslensk heimili hafa of lengi verið föst í spennitreyju ofurvaxta og óðaverðbólgu, en hætta er á að kjarabætur sem náðst hafa fram í kjarasamningum síðustu ára brenni upp og verði að engu. Það hvernig tekst til við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eftir áramótin mun skera úr um þetta. Fulltrúar stærstu landssambanda og stéttarfélaga landsins skynja ákall samfélagsins um farsæla …

Desemberuppbót 2023

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 103.000 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir. Sá tími sem starfsmaður …

Kjararáðstefna Samiðnar 2023

Kjararáðstefna Samiðnar var haldin 17. nóvember sl. að Stórhöfða 31. Fulltrúar aðildarfélaga Samiðnar, vítt og breytt um landið, mættu á fundinn. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður nýgerðra kjarakannana hjá nokkrum aðildarfélögum Samiðnar. Þá var einnig rýnt í stöðu efnahags- og kjaramála. Kynning var á Samiðn og helstu verkefnum sambandsins. Einnig var yfirferð á vinnu skipulagsnefndar Samiðnar sem skipuð var á …

Gagnlegt samtal við Samtök atvinnulífsins

Samninganefnd Samiðnar hefur átt níu fundi með Samtökum atvinnulífsins (SA) frá 23. ágúst síðastliðnum. Viðfangsefni fundanna hefur verið vinna við tímasetta verkáætlun sem er hluti af núgildandi kjarasamningi. Kjarasamningar iðnaðarmanna verða lausir í upphafi næsta árs. Samtalið hefur verið gagnlegt og ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á texta og bókunum. Í verkáætluninni er tekið á mörgum viðfangsefnum en helstu verkefni …

Námskeið fyrir trúnaðarmenn

Námskeið fyrir trúnaðarmenn félaga í Samiðn verða haldin á Stórhöfða 31 dagana 20. og 23. október. Þessi námskeið teljast til þriðja hluta. Megináhersla er lögð á grunntölur launa, útreikninga á launaliðum, mikilvægi launaseðla og kunnáttu til að yfirfara þá. Nemendur leysa verkefni þessu tengt og læra helstu deilitölur, launaútreikninga og verkefni námskeiðsins felst í að reikna heil mánaðarlaun frá grunni. …