ASÍ, BSRB og KÍ hafa efnt til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn 10. september. Þar á að mótmæla skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. Boðað er til mætingar klukkan 16:00 en formleg dagskrá hefst kl.16:30. Ræðufólk: Tónlistaratriði: Fundarstjórn annast Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ. Tilkynningu sem send var út fyrir helgi má sjá hér fyrir neðan: Mótmælum á Austurvelli 10. …
Skrifstofa Samiðnar lokuð 6. og 9. september nk.
Skrifstofa Samiðnar verður lokuð föstudaginn 6. september og mánudaginn 9. september nk.
Nýtt símanúmer Samiðnar
Mánudaginn 2. september verður tekið upp nýtt símanúmer hjá Samiðn- sambandi iðnfélaga. Nýja símanúmerið er 547-0200 (aðalnúmer).
Nýr kjarsamningur við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP)
Samiðn hefur undirritað kjarasamning við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna og hefur þegar tekið gildi.
Skrifstofa Samiðnar lokuð vegna útfarar
Skrifstofa Samiðnar verður lokuð mánudaginn 26. ágúst vegna útfarar Arnar Friðrikssonar, fyrrverandi formanns Samiðnar. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13:00. Miðstjórn Samiðnar sendir fjölskyldu og aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur.
Sumarlokun skrifstofu Samiðnar
Skrifstofa Samiðnar verður lokuð frá 22. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á gudfinnur@samidn.is sé um kjaramál að ræða.
Kjarasamningar við sveitarfélög og Reykjavíkurborg samþykktir
Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu: Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Reykjavíkurborgar hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu:
Kjarasamningur við ríkið samþykktur
Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi ríkisins (SNR) hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 11. júlí sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, 19. júlí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu:
Kjarasamningar við opinbera vinnuveitendur undirritaðir í dag
Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamninga í dag við sveitarfélögin, ríki og Reykjavíkurborg. Um er að ræða langtíma kjarasamninga til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í mars mánuði, auk markmiða og forsenda. Atkvæðagreiðslur samninganna hefjast á morgun, föstudaginn 12. júlí kl. …
Nýr Tækniskóli rís í Hafnarfirði
Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn hafa undirritað skuldbindandi samkomulag um að reisa nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari, Egill Jónsson, stjórnarformaður skólans, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu samkomulagið á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á fimmtudag. Nú tekur við undirbúningur að hönnun og gerð framkvæmdaráætlunar. Verklok eru fyrirhuguð 2029. Byggingin verður 30 þúsund fermetrar og …