Kjarasamningur við Strætó bs. samþykktur

Kjarasamningur Samiðnar við Strætó bs. var samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag 11. maí. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið.

Kjarasamningur við sveitarfélögin samþykktur

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 25. apríl sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 10. maí. Niðurstöður atkvæðagreiðslu: Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga Já Nei Kjörsókn Félag iðn- og tæknigreina 81,8% 18,2% 35,5% Byggiðn- Félag byggingamanna 100,0% 0,0% 33,3%

Samiðn 30 ára í dag

Þrjátíu ár eru í dag, þann 8. maí, liðin frá því Samiðn – samband iðnfélaga var stofnað. Samiðn er landssamband fagfólks í iðnaði. Innan vébanda þess eru byggingarmenn, málmiðnaðarmenn, bíliðnaðarmenn, netagerðamenn, garðyrkjumenn og hárgreiðslufólk. Samiðn var stofnað árið 1993 og í sambandinu eru 12 félög og deildir og félagsmenn um 8.000. Guðfinnur Þór Newman framkvæmdastjóri, Hilmar Þ. Harðarson formaður og aðrir sem …

Kjarasamningur við ríkið undirritaður

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamning við samninganefnd ríkisins (SNR) í dag. Um er að ræða skammtímasamning með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og þeir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið undanfarið. Atkvæðagreiðsla hefst í næstu viku og kynning verður haldin miðvikudaginn 10. maí nk. kl. 9:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin. …

Kjarasamningur Reykjavíkurborgar samþykktur

Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Reykjavíkurborgar hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 19. apríl sl. Atkvæðagreiðslu lauk í dag 3. maí. Niðurstöður: Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings við Reykjavíkurborg Já Nei Kjörsókn Félag iðn- og tæknigreina 100,0% 0,0% 64,3% Byggiðn- Félag byggingamanna 100,0% 0,0% 56,3%

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við Samband íslenskra sveitarfélaga hefst á morgun, miðvikudaginn 3. maí kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 miðvikudaginn 10. maí nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Minnt er á að kynning vegna samningsins verður …

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Reykjavíkurborg

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við Reykjavíkurborg hefst á morgun, fimmtudaginn 27. apríl kl. 08:00 og stendur yfir til kl. 12:00 miðvikudaginn 3. maí nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Minnt er á að kynning vegna samningsins verður haldin kl. …

Kjarasamningur við sveitarfélögin undirritaður

Í dag undirritaði samninganefnd Samiðnar kjarasamning vegna félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá sveitarfélögum. Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og í honum felast sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið við aðra hópa að undanförnu. Kynning á nýgerðum kjarsamningi fer fram í næstu viku og í framhaldinu fer fram atkvæðagreiðsla.

Kynning á kjarasamningi við Reykjavíkurborg

Samiðn undirritaði í síðustu viku kjarasamning fyrir hönd félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Samningurinn kveður á um sambærilegar kjarabætur og aðrir hópar hafa samið um að undanförnu. Kynning á samningnum fer fram fimmtudaginn 27. apríl klukkan 08:30 að Stórhöfða 29-31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Samið við Reykjavíkurborg

Samninganefnd Samiðnar undirritaði í dag kjarasamning fyrir hönd félagsmanna aðildarfélaga sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Undirritunin fór fram í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir út mars 2024 og  kveður á um sambærilegar kjarabætur og aðrir hópar hafa samið um að undanförnu. Samningurinn fer í atkvæðagreiðslu og verður kynntur í næstu viku.