Kjarasamningar við opinbera vinnuveitendur undirritaðir í dag

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamninga í dag við sveitarfélögin, ríki og Reykjavíkurborg. Um er að ræða langtíma kjarasamninga til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningarnir fela í sér sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í mars mánuði, auk markmiða og forsenda. Atkvæðagreiðslur samninganna hefjast á morgun, föstudaginn 12. júlí kl. …

Nýr Tækniskóli rís í Hafnarfirði

Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn hafa undirritað skuldbindandi samkomulag um að reisa nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari, Egill Jónsson, stjórnarformaður skólans, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu samkomulagið á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á fimmtudag. Nú tekur við undirbúningur að hönnun og gerð framkvæmdaráætlunar. Verklok eru fyrirhuguð 2029. Byggingin verður 30 þúsund fermetrar og …

Kjarasamingar við orkufyrirtækin samþykktir

Fjórum atkvæðagreiðslum um kjarasamninga sem Samiðn, fyrir hönd félagsmanna í Félagi iðn- og tæknigreina, undirritaði á dögunum við orkufyrirtæki, lauk í dag. Samningarnir, sem voru við Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, HS Veitur og HS Orku voru allir samþykktir. Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan:

Samið við orkufyrirtækin

Samiðn undirritaði í dag, föstudaginn 21. júní, nýja kjarasamninga vegna starfsfólks aðildarfélaga í orkugeiranum. Skrifað var undir kjarasamninga við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Landsvirkjun, HS Orku og HS Veitur. Samningarnir eru á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið að undanförnu og byggja á Stöðugleikasamningi sem undirritaður var milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og sambanda og félaga innan ASÍ, …

Sigurvegarar í golfmóti Samiðnar

Hið árlega golfmót Samiðnar fór fram í Leirunni sunnudaginn 16. júní sl. Vel var mætt á Hólmsvöllinn þrátt fyrir nokkurn vind enda bætti félagsskapurinn fyrir það sem uppá vantaði í veðrinu. Ræst var út kl. tíu og leikin punktakeppni með og án forgjafar. Eftir hringinn var boðið til veislu í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja. Eftir að þátttakendur höfðu nært sig voru …

GOLFMÓT SAMIÐNAR 2024

Árlegt golfmót Samiðnar verður haldið 16. júní nk. í Leirunni (sjá auglýsingu). Skráning fer fram í golfboxinu: tengill á skráningu Þeir sem hafa ekki aðgang að golfboxinu geta skráð sig á netfangið: gs@gs.is

Samiðn – samband iðnfélaga býður í kaffi 1. maí

Iðnfélögin Stórhöfða 31, Samiðn- samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina og Byggiðn- félag byggingamanna bjóða félagsfólki í kaffi 1. maí nk. að Stórhöfða 29 – 31 sem hefst að kröfugöngu lokinni. Við hvetjum félagsfólk til að koma til okkar og þiggja veitingar. Safnast verður saman í kröfugöngu kl. 13:00 á Skólavörðuholti. Kröfuganga hefst kl. 13:30 Nánar um dagskrána: 1mai.is

Tólf mánaða verðbólga lækkar í apríl

Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6% og lækkar því um 0,8% milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í janúar 2022. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 3,9% sl. 12 mánuði. Frá og með júní nk. mun Hagstofa Íslands beita endurskoðaðri aðferð við að reikna kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði þar sem tekin verður upp …

Kjarasamningur við Samband garðyrkjubænda undirritaður

Fulltrúar Samiðnar undirrituðu í dag kjarasamning við Samband garðyrkjubænda. Gildistími kjarasamningsins er frá 1. febrúar sl. til 31. janúar 2028. Kjarasamningurinn er sambærilegur samningum sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins í mars sl. Hér má nálgast kjarasamninginn

Samningar Samiðnar samþykktir

Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samiðnar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaðir voru í Karphúsinu 7. mars síðastliðinn, er lokið. Atkvæðagreiðslur stóðu yfir frá 12.-19. mars 2024. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta í öllum tilvikum og taka gildi frá 1. febrúar sl. Niðurstöður ólíkra samninga á vegum Samiðnar má sjá hér að neðan. Niðurstöður atkvæðagreiðslu AFLS-starfsgreinafélags um kjarasamning Samiðnar og SA voru …