Yfirlýsing breiðfylkingar stéttarfélaga og SA

Með samstilltu átaki tókst að gera tímamótakjarasamninga í upphafi síðasta árs, Stöðugleikasamninga með skýr markmið.  Stöðugleikasamningarnir höfðu það markmið að stuðla að minni verðbólgu og lækkun vaxta, fyrirtækjum og heimilum til hagsbóta. Þeir voru gerðir í því trausti að aukin verðmætasköpun stæði undir þeim kostnaðarauka sem samningarnir fólu í sér fyrir atvinnulífið og því er mikilvægt að huga sérstaklega að …

Gleðilega hátíð

Samiðn færir aðildarfélögum sambandsins, félagsmönnum þeirra og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári, með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofur Samiðnar og aðildarfélaga á Stórhöfða 31, FIT og Byggiðnar, verða lokaðar á Þorláksmessu en opnar aðra virka daga yfir hátíðirnar.

Jólastyrkurinn til Hjálparstarfs kirkjunnar

Samiðn ásamt Byggiðn og FIT veita árlega styrki til samfélagslegra verkefna um jólin. Þetta árið varð Hjálparstarf kirkjunnar fyrir valinu, en styrkurinn nam einni milljón króna. Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem stofnunin veitir ekki beint. Hjálparstarfið leggur ríka áherslu á …

Yfirlýsing vegna gervistéttarfélagsins Virðingar

Miðstjórn Samiðnar, sambands iðnfélaga, fordæmir þá aðför að réttindum launafólks sem stofnun gervistéttarfélagsins Virðingar felur í sér. Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða. Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi …

Kjarasamningur vegna starfsmanna Strætó bs. undirritaður

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamning í gær við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna Strætó bs. Um er að ræða langtímakjarasamning til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í marsmánuði, auk markmiða og forsenda. Kynning á kjarasamningnum verður haldin þriðjudaginn 3. desember …

Samiðn fordæmir vaxtahækkun bankanna

Samiðn, samband iðnfélaga fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka og Arion banka að hækka vexti á verðtryggðum lánum. Hátt vaxtastig hefur undanfarin misseri sligað heimili landsins. Almenningur hefur þurft að flýja óverðtryggð húsnæðislán og taka verðtryggð þess í stað. Í því ljósi er forkastanlegt að bankarnir skuli tilkynna um vaxtahækkun þeirra lána, sama dag og Seðlabankinn boðar langþráða vaxtalækkun. Almenningur, sem hefur …

Desemberuppbót 2024

Desemberuppbótin á almennum vinnumarkaði vinnumarkaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 106.000 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir. Sá tími sem …

Ályktanir frá sambandsstjórn Samiðnar

Sambandsstjórn Samiðnar, sambands iðnfélaga, fundaði í dag, fimmtudaginn 10. október 2024. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir: Ályktun um húsnæðismál Samiðn fordæmir harðlega þá þróun sem orðið hefur á viðskiptum með íbúðarhúsnæði. Bent hefur verið á að nærri 9 af hverjum 10 nýjum íbúðum sem seldar voru á almennum markaði á fyrri helmingi þessa árs hafi verið keyptar af fjárfestum sem hafa …

Stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25%, eða úr 9,25% í 9,0%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. Þar er rakið að verðbólga hafi hjaðnað undanfarið og hafi mælst 5,4% í september. Dregið hafi úr umfangi og tíðni verðhækkana og hægt hafi á efnahagsumsvifum. Í kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins, sem tók gildi 1. apríl 2024 og …