Í marsmánuði verða fimm námskeið sem Iðan heldur í samvinnu við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Fyrstu tvö námskeiðin verða haldin 11. mars nk. og síðustu þrjú, 25. mars nk. Tenglar á námskeiðin eru hér að neðan: IÐAN – Ræktunarmold og jarðvegsbætur IÐAN – Í pottinn búið – pottaplöntur, ræktun, umhirða og umhverfiskröfur IÐAN – Ræktum okkar eigin ber IÐAN …
Ályktun miðstjórnar Samiðnar
Miðstjórn Samiðnar telur að miðlunartillaga ríkissáttasemjara hafi verið ótímabær og ekki hafi verið fullreynt að knýja fram lausn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Mikilvægt er að niðurstaða dómstóla liggi fyrir hið fyrsta svo eyða megi óvissu um málið.
Styrktu Hjálparstarf kirkjunnar
Félögin í Húsi fagfélaganna styrktu innanlandsstarf Hjálparstarfs kirkjunnar um eina milljón krónur nú í desember. Hefð hefur skapast fyrir því í Húsi fagfélaganna að leggja góðu málefni lið á þessum tíma árs. Á Íslandi veitir Hjálparstarf kirkjunnar fólki sem býr við fátækt aðstoð í neyðartilfellum ásamt því að beina fólki þangað sem það getur vænst aðstoðar sem stofnunin veitir ekki …
Lokun skrifstofu yfir hátíðirnar
Móttaka og skrifstofur Samiðnar verða lokaðar frá klukkan 12 á hádegi á Þorláksmessu, 23. desember. Sama gildir um föstudaginn 30. desember. Við hvetjum þá sem eiga erindi við félagið að sinna þeim tímanlega. Samiðn færir aðildarfélögum sambandsins, félagsmönnum þeirra og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og farsæld á komandi ári, með þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er …
Samningarnir samþykktir
Aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 12. desember síðastliðinn. Kosningum lauk í dag, 21. desember. Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur kjarasamninga aðildarfélaga Samiðnar og þá sérkjarasamninga sem teljast hluti þeirra: Aðalkjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Samtaka atvinnulífsins Kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í byggingariðnaði og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga …
Taxtalaun hækka umfram 6,75%
Í nýundirrituðum kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins er kveðið á um 6,75% almenna hækkun launa. Taxtahækkanir launa eru þó í flestum tilvikum meiri. Þannig hækka allir sveinataxtar að lágmarki um 46.000 krónur sem skilar sér í hærri hlutfallshækkun. Þetta helgast meðal annars af starfsaldurstengdum hækkunum launa, sem teknar hafa verið inn í launatöflu á nýjan leik. Þetta hefur í för …
Kynning á kjarasamningi
Hér má sjá kynningu Samiðnar á nýundirrituðum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan margra aðildarfélaga hófst í dag, miðvikudag.
Kosningar hefjast víða í dag
Kosningar um nýundirritaða kjarasamninga Samiðnar, fyrir hönd aðildarfélaga, við Samtök atvinnulífsins hefjast hjá flestum félögum í dag. Kosningarnar fara fram rafrænt á heimasíðum félaganna og á mínum síðum. Kjarasamningar voru undirritaðir á mánudag, eftir stífa samningalotu. Þeir kveða meðal annars á um 6,75% hækkun launa og hækkun desember- og orlofsuppbóta. Samningarnir gilda til 31. janúar 2024. Kosningarnar standa yfir í …
Kjarasamningar undirritaðir hjá iðnaðar- og verslunarmönnum
Samflot iðn- og tæknifólks, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024. Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur. Frá og með 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun um 6,75% en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin felur …
Yfirlýsing vegna kjaraviðræðna
Svohljóðandi fréttatilkynning hefur verið send út vegna yfirstandandi kjaraviðræðna: VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan …