Samningarnir samþykktir

Aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins sem undirritaðir voru 12. desember síðastliðinn. Kosningum lauk í dag, 21. desember. Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur kjarasamninga aðildarfélaga Samiðnar og þá sérkjarasamninga sem teljast hluti þeirra: Aðalkjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í málmiðnaði, byggingariðnaði og skrúðgarðyrkju og Samtaka atvinnulífsins Kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga í byggingariðnaði og Samtaka atvinnulífsins vegna meistarafélaga …

Taxtalaun hækka umfram 6,75%

Í nýundirrituðum kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins er kveðið á um 6,75% almenna hækkun launa. Taxtahækkanir launa eru þó í flestum tilvikum meiri. Þannig hækka allir sveinataxtar að lágmarki um 46.000 krónur sem skilar sér í hærri hlutfallshækkun. Þetta helgast meðal annars af starfsaldurstengdum hækkunum launa, sem teknar hafa verið inn í launatöflu á nýjan leik. Þetta hefur í för …

Kynning á kjarasamningi

Hér má sjá kynningu Samiðnar á nýundirrituðum kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan margra aðildarfélaga hófst í dag, miðvikudag.

Kosningar hefjast víða í dag

Kosningar um nýundirritaða kjarasamninga Samiðnar, fyrir hönd aðildarfélaga, við Samtök atvinnulífsins hefjast hjá flestum félögum í dag. Kosningarnar fara fram rafrænt á heimasíðum félaganna og á mínum síðum. Kjarasamningar voru undirritaðir á mánudag, eftir stífa samningalotu. Þeir kveða meðal annars á um 6,75% hækkun launa og hækkun desember- og orlofsuppbóta. Samningarnir gilda til 31. janúar 2024. Kosningarnar standa yfir í …

Kjarasamningar undirritaðir hjá iðnaðar- og verslunarmönnum

Samflot iðn- og tæknifólks, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024.  Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur. Frá og með 1. nóvember 2022 hækka mánaðarlaun um 6,75% en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin felur …

Yfirlýsing vegna kjaraviðræðna

Svohljóðandi fréttatilkynning hefur verið send út vegna yfirstandandi kjaraviðræðna: VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan …

Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í gær kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur lagt áherslu á að …

Námskeið um lífeyrismál

Vegna mikillar þátttöku í námskeiði Fagfélaganna um lífeyrismál n.k. þriðjudag hefur verið tekin ákvörðun um að bæta við öðru námskeiði daginn eftir 9. nóvember á sama stað og tíma kl. 17.  Skráning á námskeiðið.

Kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins (SA)

Á fundi með Samtökum atvinnulífsins í síðustu viku var kröfugerð Samiðnar lögð fram vegna endurnýjunar kjarasamnings aðila. Tveir formlegir fundir hafa verið haldnir en samningurinn er laus frá og með 1. nóvember nk. Í viðræðunum fara iðnaðarmannafélögin í Húsi fagfélaganna saman sem ein heild. Í kröfugerðinni er m.a. gerð krafa um eftirfarandi: Aukinn kaupmátt launa Hlutfallshækkanir launa (prósentuhækkanir) Leiðrétting á …