Hið árlega golfmót Samiðnar fór fram í Leirunni sunnudaginn 16. júní sl. Vel var mætt á Hólmsvöllinn þrátt fyrir nokkurn vind enda bætti félagsskapurinn fyrir það sem uppá vantaði í veðrinu. Ræst var út kl. tíu og leikin punktakeppni með og án forgjafar. Eftir hringinn var boðið til veislu í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja. Eftir að þátttakendur höfðu nært sig voru …
GOLFMÓT SAMIÐNAR 2024
Árlegt golfmót Samiðnar verður haldið 16. júní nk. í Leirunni (sjá auglýsingu). Skráning fer fram í golfboxinu: tengill á skráningu Þeir sem hafa ekki aðgang að golfboxinu geta skráð sig á netfangið: gs@gs.is
Samiðn – samband iðnfélaga býður í kaffi 1. maí
Iðnfélögin Stórhöfða 31, Samiðn- samband iðnfélaga, Félag iðn- og tæknigreina og Byggiðn- félag byggingamanna bjóða félagsfólki í kaffi 1. maí nk. að Stórhöfða 29 – 31 sem hefst að kröfugöngu lokinni. Við hvetjum félagsfólk til að koma til okkar og þiggja veitingar. Safnast verður saman í kröfugöngu kl. 13:00 á Skólavörðuholti. Kröfuganga hefst kl. 13:30 Nánar um dagskrána: 1mai.is
Tólf mánaða verðbólga lækkar í apríl
Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6% og lækkar því um 0,8% milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í janúar 2022. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 3,9% sl. 12 mánuði. Frá og með júní nk. mun Hagstofa Íslands beita endurskoðaðri aðferð við að reikna kostnað vegna búsetu í eigin húsnæði þar sem tekin verður upp …
Kjarasamningur við Samband garðyrkjubænda undirritaður
Fulltrúar Samiðnar undirrituðu í dag kjarasamning við Samband garðyrkjubænda. Gildistími kjarasamningsins er frá 1. febrúar sl. til 31. janúar 2028. Kjarasamningurinn er sambærilegur samningum sem gerðir voru við Samtök atvinnulífsins í mars sl. Hér má nálgast kjarasamninginn
Samningar Samiðnar samþykktir
Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samiðnar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaðir voru í Karphúsinu 7. mars síðastliðinn, er lokið. Atkvæðagreiðslur stóðu yfir frá 12.-19. mars 2024. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta í öllum tilvikum og taka gildi frá 1. febrúar sl. Niðurstöður ólíkra samninga á vegum Samiðnar má sjá hér að neðan. Niðurstöður atkvæðagreiðslu AFLS-starfsgreinafélags um kjarasamning Samiðnar og SA voru …
Atkvæðagreiðslan er hafin
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins hófst klukkan 12:00 í dag, þriðjudag. Hún stendur yfir í slétta viku, eða til klukkan 12:00 þriðjudaginn 19. mars. Hér má sjá upplýsingar um kynningarfundi vegna samningsins. Glærukynningu vegna kjarsamningsins má lesa á íslensku, ensku og pólsku. Samningurinn í heild er hér.
Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA)
Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars nk. Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar. Kynningar vegna samningsins verða með eftirfarandi hætti: Kynning kjarasamningsins er …
Skrifað undir kjarasamning í Karphúsinu
Samiðn undirritaði í Karphúsinu í síðdegis í dag undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Auk Samiðnar skrifuðu Efling og Starfsgreinasambandið undir samninga. Samningarnir gilda til fjögurra ára, til 2028, og kveða á um árlegar kauphækkanir. Samkvæmt samningunum hækka laun árlega að lágmarki um 23.750 krónur 1. febrúar síðastliðinn og í hlutfalli við það upp launflokka. Almenn launahækkun er 3,25 prósent á …
Vel heppnað námskeið að baki
Vel heppnað trúnaðarmannanámskeið var haldið á vegum Samiðnar daganna 22. og 23. febrúar. Námskeiðið telst til fjórða hluta.Trúnaðarmennirnir sem tóku þátt í námskeiðinu voru mjög ánægðir með afraksturinn í lok námskeiðsins. Um var að ræða einstaklega skemmtilegan og jákvæðan hóp sem hafði áhuga á að styrkja sig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustað. Fjörugar og athyglisverðar umræður fóru fram bæði í …









