Hið árlega golfmót Samiðnar fór fram í Leirunni sunnudaginn 16. júní sl. Vel var mætt á Hólmsvöllinn þrátt fyrir nokkurn vind enda bætti félagsskapurinn fyrir það sem uppá vantaði í veðrinu.
Ræst var út kl. tíu og leikin punktakeppni með og án forgjafar.
Eftir hringinn var boðið til veislu í golfskála Golfklúbbs Suðurnesja. Eftir að þátttakendur höfðu nært sig voru veitt verðlaun.
Verðlaunahafar voru sem hér segir:
Með forgjöf:
- Sigurður Þór Hlynsson
- Heimir Hafsteinsson
- Einar Snorrason
Án forgjafar:
- Hlynur Jóhannsson
- Árni Freyr Sigurjónsson
- Kristján Björgvinsson
- Nándarverðlaun á 3. braut hlaut Friðbjörn Arnar Steinsson
- Nándarverðlaun á 13. braut hlaut Hlynur Jóhannsson
- Nándarverðlaun á 16. braut hlaut Hlynur Jóhannsson
- Lengsta upphafshögg karla á 18. holu átti Jón Gunnar Sigurðsson
- Lengsta upphafshögg kvenna á 18. holu átti Sigríður Svava Rafnsdóttir
Samiðn óskar sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar þátttakendum fyrir eftirminnilegan dag í Leirunni.




















