Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Samiðnar við SA hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars, kl. 12:00 og stendur yfir til kl. 12:00 þriðjudaginn 19. mars nk.
Atkvæðagreiðsla fer fram í gegnum „mínar síður“ en allt félagsfólk fær sendan hlekk á atkvæðagreiðslu í gegnum tölvupóst og sms, ef upplýsingar eru til staðar.
Kynningar vegna samningsins verða með eftirfarandi hætti:
- Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, mánudaginn 11. mars kl. 20:00, Krossmóum 4, Reykjanesbæ.
- Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, þriðjudaginn 12. mars kl. 18:00, Austurvegi 56, Selfossi.
- Sameiginlegur félagsfundur FIT og Byggiðnar, miðvikudaginn 13. mars kl. 17:00 að Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmegin.
- Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00 í Hofi Akureyri.
- Sameiginlegur félagsfundur Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) og Byggiðnar, fimmtudaginn 15. mars kl. 16:00 í Sal verkalýðsfélaganna, Eyrargötu 24b, Siglufirði.
- Fundur Félags iðn- og tæknigreina/Samiðnar, fimmtudaginn 14. mars kl. 17:00, Stillholti 16, Akranesi.
Kynning kjarasamningsins er aðgengileg á mínum síðum.