Umhverfisfræðsla í fyrirtækjum

Nú þegar ekkert fyrirtæki getur verið þekkt fyrir annað en að hafa umhverfisstefnu fer maður að hugleiða hvernig fyrirtækin ætla að standa við stefnuna og framkvæma hana. Umhverfismál eru ekki bara að vernda hálendið eða lofthjúpinn, og enginn getur breytt öllu, en öll getum við gert eitthvað og þá er nærtækast að byrja á okkar næsta umhverfi.Umhverfisstefna er yfirlýsing um …

Samiðn vill taka þátt í að móta framtíð Iðnskólans í Reykjavík

– Við leggjum áherslu á að iðnnám verði eflt, hvort sem það er gert undir merkjum ríkisrekinna iðnskóla eða einkaskóla sem fá rekstrarfé sitt frá hinu opinberra, segir Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar.Málefni Iðnskólans í Reykjavík hafa verið talsvert í umræðunni í vetur eftir að skólastjórar hans og Fjöltækniskólans viðruðu hugmyndir um sameiningu skólanna. Hugmynd skólastjóranna er að hinn nýi skóli …

Vinnugleði Þjóðverjanna til eftirbreytni

Einar Mikael Sverrisson trésmiður brá sér í starfsþjálfun á vegum Leonardo-verkefnisins til Þýskalands áður en hann lauk trésmíðanámi. Hann segir hér frá reynslu sinni. – Það sem kom mér kannski mest á óvart var hvað Þjóðverjarnir eru vinnusamir og hvað þeir hafa mikla ánægju af vinnunni. Hins vegar kom mér það ekki á óvart hvað vinnan var vel skipulögð, og …

Hækkun akstursgjalds

Samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar hækkar akstursgjaldið frá og með 1.október í kr. 71,50 fyrir hvern ekinn kílómeter. Sjá nánar.

Hækkun akstursgjalds 1.okt.

Samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar hækkar akstursgjaldið frá og með 1.október í kr. 71,50 fyrir hvern ekinn kílómeter. Sjá nánar.

Undirbúningur hafinn að endurnýjun kjarasamninga

Kjarasamningar ASÍ félaga á almennum vinnumarkaði renna út um næstu áramót og er undirbúningur að endurnýjun þeirra hafinn af fullum krafti hjá Samiðn og aðildarfélögum Samiðnar.  Fyrirhuguð er kjaramálaráðstefna á Selfossi dagana 12. og 13. október n.k. þar sem trúnaðarmenn á vinnustöðum og lykilmenn frá félögunum hittast og fara yfir stöðu mála.  Þá hefur formaður Samiðnar, Finnbjörn A. Hermannsson, heimsótt aðildarfélögin og fundað með …

Hæfilegt álag er heilsu best!

Vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árið 2007 verður 22.-26. október nk. Hún mun að þessu sinni beinast að álagseinkennum vegna vinnu.  Í vinnuverndarátakinu verður sjónum beint annars vegar að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir líkamleg álagseinkenni og hins vegar hvernig hægt er að halda fólki í starfi, endurhæfa það og færa til í starfi þá sem kljást við …

Sveinafélag pípulagningarmanna sameinast FIT

Stjórn og trúnaðarráð Sveinafélags pípulagningarmanna samþykkti samhljóða á fundi þann 18.sept. s.l. tillögu þess efnis að fara í póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um sameiningu við Félag iðn- og tæknigreina.  Miðað er við að sameiningin taki gildi um áramót verði hún samþykkt í félögunum. Sjá nánar.

Samþykkt miðstjórnar Samiðnar vegna starfsmannbúðanna við Kárahnjúka

Miðstjórn Samiðnar lýsir furðu sinni og miklum vonbrigðum með að starfsmannabúðirnar við Kárahnjúka séu settar á sölu á almennum markaði. Gæði starfsmannahúsanna eru langt undir þeim gæðakröfum sem almennt eru gerðar hér á landi til íbúðarhúsnæðis. Miðstjórnin beinir því til Landsvirkjunar og byggingayfirvalda að þau tryggi að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi og tryggt verði að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar …

Iðnaðarmenn hækka minnst

Ársfjórðungsleg hækkun reglulegra launa frá fyrsta ársfjórðungi var minnst hjá iðnaðarmönnum, 0,7% en mest hjá sérfræðingum, 2,5%.  Þetta kemur fram í útreikningum Hagstofunnar á vísitölu launa og er hið sama upp á teningnum ef miðað er við annan ársfjórðung 2006, þá nam hækkunin 9,8% hjá iðnaðarmönnum en 13,2% hjá skrifstofufólki sem mældist hæst.