Ársfjórðungsleg hækkun reglulegra launa frá fyrsta ársfjórðungi var minnst hjá iðnaðarmönnum, 0,7% en mest hjá sérfræðingum, 2,5%. Þetta kemur fram í útreikningum Hagstofunnar á vísitölu launa og er hið sama upp á teningnum ef miðað er við annan ársfjórðung 2006, þá nam hækkunin 9,8% hjá iðnaðarmönnum en 13,2% hjá skrifstofufólki sem mældist hæst.