Samþykkt miðstjórnar Samiðnar vegna starfsmannbúðanna við Kárahnjúka

Miðstjórn Samiðnar lýsir furðu sinni og miklum vonbrigðum með að starfsmannabúðirnar við Kárahnjúka séu settar á sölu á almennum markaði. Gæði starfsmannahúsanna eru langt undir þeim gæðakröfum sem almennt eru gerðar hér á landi til íbúðarhúsnæðis. Miðstjórnin beinir því til Landsvirkjunar og byggingayfirvalda að þau tryggi að húsin verði fjarlægð og flutt úr landi og tryggt verði að Impregilo gangi frá þeim svæðum þar sem starfsmannabúðirnar hafa verið starfræktar eins og samningar gera ráð fyrir. Einnig vill miðstjórnin vekja athygli á að húsin hafa ekki verið samþykkt af byggingayfirvöldum og mjög ólíklegt að það verði gert miðað við ástand og gæði húsanna og með tilliti til íslenskra reglna um gæði, styrk og einangrun húsa.