Nýtt símenntunargjald frá 1.júní

Frá 1.júní 2008 greiða launagreiðendur sameiginlegt símenntunargjald sem nemur a.m.k. 0,4% af heildarlaunum starfsmanna.  Sérstakt framlag starfsmanns fellur niður frá sama tíma og kemur í stað fyrirkomulags þar sem hlutur fyrirtækis var 3/4 af núverandi símenntunargjaldi og starfsmanns 1/4.  Símenntunargjald í bílgreinum verður 0,7% frá sama tíma.

Golfmót Samiðnar 7.júní

Hið árlega golfmót Samiðnar verður að þessu sinni haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 7. júní.  Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.  Ræst verður út frá kl. 9 – 11.  Skráning rástíma er í síma 5356000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is.

Samþykkt miðstjórnar um stöðu efnahagsmála

Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 17.febrúar s.l. voru ekki síst hugsaðir til að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika og til að tryggja kaupamátt til lengri tíma. Síðustu vikur hafa einkennst af miklum efnahagslegum óstöðugleika, hækkandi verði á nauðsynjavörum og spáð er vaxandi atvinnuleysi þegar kemur fram á haustið.  Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari þróun og varar við afleiðingum þess ef …

1.maí – Verjum kjörin!

Á baráttudegi launafólks 1.maí verða hátíðarhöld verkalýðsfélaganna með hefðbundnum hætti undir slagorðinu „Verjum kjörin.“  Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og lagt af stað í kröfugöngu niður Laugaveginn kl. 13:30 undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans.  Útifundur hefst síðan á Ingólfstorgi að göngu lokinni, þar sem flutt verða ávörp og hljómsveitin Sprengjuhöllin flytur nokkur lok, auk þess sem Internationalinn verður sunginn í …

Íslandsmót iðngreina

Fulltrúar um 20 iðn- og starfsgreina tóku um helgina þátt í Íslandsmóti iðngreina sem Iðnmennt skipuleggur en mótið var að þessu sinni haldið í tengslum við sýninguma Verk og vit 2008.  Markmið mótsins er að vekja athygli almennings og sérstaklega ungs fólks á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum auk þess sem sigurvegarar einstakra greina munu keppa …

Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna Eyjafirði

Formlegur stofnfundur nýs 2000 manna stéttarfélags verður haldinn í haust en sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna Eyjafirði var samþykkt samhljóða á aðalfundum félaganna í síðustu viku.  Undirbúingur að sameiningunni hefur staðið í nokkurn tíma en hún tekur gildi nú þegar og munu stjórnir félaganna skipta með sér verkum fram að stofnfundi.  Til gamans má geta þess að bæði félögin eru með …

Kjarasamningarnir samþykktir með miklum mun

Aðildarfélög Samiðnar samþykktu í atkvæðagreiðslum nýgerða kjarasamninga með miklum mun en þeir samningar sem nú eru samþykktir eru við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og Meistarasamband byggingamanna. Kosninga- þáttaka  Samþykkt Hafnað Auðir/Ógild Aðildarfélag  %  %  %  % Félag iðn-og tæknigreina  v/SA 18% 80% 18% 3% Félag iðn-og tæknigreina v/BGS 24% 78% 22% 0% Félag hársnyrtisveina 12% 78% 17% 4% Trésmiðafélag Reykjavíkur  …

Golfmótið 7.júní

Hið árlega golfmót Samiðnar verður að þessu sinni haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 7. júní.  Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.  Ræst verður út frá kl. 9 – 11.  Skráning rástíma er í síma 5356000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is.

Reiknivél vegna launaþróunartryggingar

Hér má sækja reiknivél til að reikna út launaþróunartrygginguna út frá föstum daginnulaunum. Sækja reiknivél. Athugið að launaþróunartryggingin á ekki við um þá sem eru á lágmarkstöxtum.

Nýir kjarasamningar

Hér fyrir neðan má sækja kjarasamninga sem Samiðn hefur undirritað á þessu ári: Samtök atvinnulífsins  launatöflur Bílgreinasambandið Meistarasambands byggingamanna frá 29.feb. 2008.   Samningur um stórframkvæmdir samkvæmt samstarfssamningi frá 22.júní 2007 á milli ASÍ og SA. Samiðn og Samband garðyrkjubænda. Ríkið frá 1.maí 2008 Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Orkuveita Reykjavíkur samningur, kaupaukakerfi. Landsvirkjun frá 1.des. 2008 Reykjavíkurborg frá 1.nóv. 2008 (sjá launatöflur) Strætó …