Hið árlega golfmót Samiðnar verður að þessu sinni haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 7. júní. Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Ræst verður út frá kl. 9 – 11. Skráning rástíma er í síma 5356000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is.