Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna Eyjafirði

Formlegur stofnfundur nýs 2000 manna stéttarfélags verður haldinn í haust en sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna Eyjafirði var samþykkt samhljóða á aðalfundum félaganna í síðustu viku.  Undirbúingur að sameiningunni hefur staðið í nokkurn tíma en hún tekur gildi nú þegar og munu stjórnir félaganna skipta með sér verkum fram að stofnfundi.  Til gamans má geta þess að bæði félögin eru með elstu stéttarfélögum í landinu og eiga glæsta sögu að baki, en Trésmiðafélagið er nú á sínu 109 starfsári og Félag byggingamanna Eyjafirði er 104 ára gamalt.

Sjá nánar www.trnet.is og www.fbe.is