Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði

Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði var samþykkt á aðalfundum beggja félaga sem haldnir voru 17. apríl í vor. Tillagan um samþykktina byggðist á sameiningaráætlun þar sem gert er ráð fyrir því að sameiningin taki gildi í áföngum og verði að fullu lokið fyrir 15. apríl 2009. Á tímabilinu starfa tvær stjórnir, önnur fyrir norðan og hin á …

„Hvað skyldi báturinn vera að hugsa“

Nýlega gaf hagdeild ASÍ út efnahagsspá sína. Það er athyglisvert að skoða hana og velta fyrir sér hvað er í vændum í byggingar- og málmiðngreinum ef hún gengur eftir. Á næsta ári er spáð um 3ja prósenta atvinnuleysi á vinnumarkaðnum. Ekki er líklegt að það atvinnuleysi snerti opinbera eða hálfopinbera markaðinn. Því er ekki ólíklegt að á almenna vinnumarkaðnum verði …

Bygginga- og mannvirkjagerð í klakaböndum (leiðari)

Við bygginga- og mannvirkjagerð starfa um 15 þúsund manns og ekki er óvarlegt að halda því fram að um 45 til 50 þúsund manns byggi lífsafkomu sína með einum eða öðrum hætti á henni. Til viðbótar eru öll afleiddu störfin, til dæmis í verslun og ýmiss konar þjónustu. Starfsmannaflóran tekur til margra starfsstétta verkamanna, iðnaðarmanna og háskólamenntaðs fólks. Samdráttur í …

Endurhæfingarsjóður

Í kjarasamningum ASÍ og SA frá í vetur er launagreiðendum gert að greiða 0,13% af heildarlaunum starfsmanna í endurhæfingarsjóð.  Ákvæðið tók gildi þann 1.júní s.l. og er launagreiðendum bent á að hafa samband við innheimtuaðila iðgjalda, sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðirnir, til að fá frekari upplýsingar um fyrirkomulag innheimtunnar.

Endurhæfingarsjóður 0,13% af launum

Í kjarasamningum ASÍ og SA frá í vetur er launagreiðendum gert að greiða 0,13% af heildarlaunum starfsmanna í endurhæfingarsjóð.  Ákvæðið tók gildi þann 1.júní s.l. og er launagreiðendum bent á að hafa samband við innheimtuaðila iðgjalda, sem í flestum tilfellum eru lífeyrissjóðirnir, til að fá frekari upplýsingar um fyrirkomulag innheimtunnar.

Unnið að frágangi stofnanasamninga

Kjarasamningar Samiðnar við ríkið, Orkuveitu Reykjavíkur og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hafa nú allir verið samþykktir í atkvæðagreiðslum og er nú einungis unnið að frágangi stofnanasamninga við þær ríkisstofnanir sem félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar starfa hjá.  Sú vinna gengur vel og má áætla að gengið verði frá þeim samningum í næstu viku.  Er þá kjarasamningsgerð á almenna markaðnum og við ríkið lokið, en á hausti komanda …

Ríkissamningurinn samþykktur

Félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar samþykktu kjarasamninginn við ríkið í atkvæðagreiðslu með miklum mun, já sögðu 96% og nei 4,2%. Samningurinn telst því samþykktur. Sjá samninginn.

Samningur við Orkuveitu Reykjavíkur samþykktur

Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna aðildarfélaga Samiðnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í atkvæðagreiðslu kjarasamning Samiðnar við Orkuveituna frá 1.maí s.l. eða 91%.  Einungis 9% synjuð samningnum og telst hann því samþykktur. Sjá samninginn.  Sjá samkomulag um kaupaukakerfi. Hvað aðra samningagerð áhrærir þá stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá ríkinu og nýhafnar eru viðræður við Flugstoðir.

Golfmót Samiðnar – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á golfvellinum við Hellu laugardaginn 7. júní s.l.  Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og mættu hátt í 40 félagsmenn og fjölskyldur þeirra leiks. ÚRSLIT: Samiðn – Samiðnarbikarinn Án forgjafar Félag Högg 1. Guðmundur Bergsson FIT 74 2. Óskar Pálsson FIT 76 3. Garðar Ólafsson   TR 80 Með forgjöf 1. Brynjar Lúðvíksson FIT 70 2. …

Samningar í höfn við Orkuveitu Reykjavíkur

Gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi við Orkuveitu Reykjavíkur jafnframt því sem undirritað var samkomulag um kaupaukakerfi. Sjá kjarasamninginn. Sjá samkomulag um kaupaukakerfi.