Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði var samþykkt á aðalfundum beggja félaga sem haldnir voru 17. apríl í vor. Tillagan um samþykktina byggðist á sameiningaráætlun þar sem gert er ráð fyrir því að sameiningin taki gildi í áföngum og verði að fullu lokið fyrir 15. apríl 2009. Á tímabilinu starfa tvær stjórnir, önnur fyrir norðan og hin á félagssvæði TR. Þeim er ætlað að vinna náið saman og undirbúa hina endanlegu sameiningu sem fram fer á aðalfundi eftir tæpt ár. Stjórnirnar héldu fyrsta sameiginlega fund sinn á Stóra-Hofi hinn 6. maí. Þar var Finnbjörn Hermannsson kjörinn formaður og Heimir Kristinsson varaformaður.
Félagið heitir TR-BYGG, að minnsta kosti til bráðabirgða, og heldur úti starfsemi á báðum starfsstöðvum fyrirrennara sinna, á Akureyri og í Reykjavík.
Formlegar og óformlegar þreifingar um sameiningu höfðu átt sér stað um nokkurt skeið. Það er í samræmi við þá þróun sem verið hefur ríkjandi í verkalýðshreyfingunni á undanförnum árum, jafnt innan Samiðnar sem í öðrum samböndum.
Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði
Aðild að félaginu