Samið við Reykjavíkurborg – kynningarfundur 5.desember

Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg með gildistíma frá 1.nóvember 2008 til 31.ágúst 2009.  Launahækkanir í samningnum kveða á um 20.300 kr. hækkun dagvinnulauna á mánuði. Kynningarfundur vegna samningsins verður haldinn föstudaginn 5.des. kl. 8:30 í húsnæði Samiðnar að Borgartúni 30.  Að loknum kynningarfundi verða greidd atkvæði um samninginn, þeir sem ekki komast geta greitt …

Heiðarleiki og siðgæðisvitund þjóðarinnar hafa verið fótum troðin

Í ávarpi Finnbjörns A. Hermannssonar, formanns Samiðnar á fundi ASÍ í Hafnarhúsinu í gær, kom fram að í þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir, verði að leggja áherslurnar á langtímahagsmuni neytenda, launafólks og fyrirtækja.  Stjórnvöld þurfa að ávinna sér traust almennings að nýju við endurreisn samfélagsins, tími orðagljáfurs og feluleikja er liðinn. Ávarpið í heild sinni Góðir fundarmenn. Ein birtingamynd bankakreppunnar er stóraukið …

Múrarar samþykkja sameiningu við FIT

Múrarafélag Reykjavíkur samþykkti í póstatkvæðagreiðslu sameiningu við Félag iðn- og tæknigreina, 72% félagsmanna greiddu atkvæði í kosningunni og samþykktu 71% sameininguna en 2/3 hluta atkvæða þarf til að niðurstaðan teljist bindandi.  Félagsfundir hafa verið auglýstir hjá FIT þar sem fyrir liggur tillaga um sameiningu við Múrarafélagið. Sjá heimasíðu FIT.

Fundur í Listasafni Reykjavíkur í dag kl. 17

 Alþýðusamband Íslands stendur fyrir fjöldafundi í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag kl. 17. – Þolinmæðin er á þrotum, við þurfum lausnir núna – Við höfnum pólitískum kattarþvotti – Við krefjumst alvöru uppstokkunar í banka- og embættismannakerfinu – Við viljum nýtt fólk, nýtt upphaf, nýtt Ísland Ræðumenn eru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Finnbjörn A. …

Evrópsk starfakynning á föstudag og laugardag

Vinnumálastofnun og EURES-samevrópska vinnumiðlunin standa fyrir Evrópskri starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 21.nóv. kl. 17-21 og laugardaginn 22.nóv. kl. 12-18.  Fulltrúar norska ráðningarfyrirtækisins Jobbia munu kynna atvinnumöguleika í Noregi á kynningunni auk þess sem þeir munu verða til staðar á skrifstofu Samiðnar í Borgartúni 30 mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25.nóv. Sjá heimasíðu Vinnumálastofnunar. 

Fullt hús á kynningarfundi norsks ráðningarfyrirtækis

Norska ráðningarfyrirtækið Jobbia hélt kynningarfund í húsakynnum Samiðnar í dag þar sem fundarmönnum voru kynnt atvinnutækifæri í Noregi.  Vel á annað hundrað manns mættu til að hlusta á og hitta fulltrúa fyrirtækisins um þá atvinnumöguleika sem bjóðast í Noregi og greinilegt að margir eru að íhuga alvarlega þennan möguleika. Rétt er að geta þess að Vinnumálastofnn og EURES-samevrópska vinnumiðlunin munu standa …

Störf í Noregi – kynningarfundur

Norska ráðningarfyritækið Jobbia hefur sett sig í samband við Samiðn með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi.  Fulltrúar fyrirtækisins munu halda kynningarfund í húsnæði Samiðnar að Borgartúni 30 n.k. fimmtudag 20.nóvember kl. 16 og eru allir þeir sem áhuga hafa boðnir velkomnir á fundinn.  Þeir sem ekki komast geta sett sig í samband við Sigmund Signarsson í …

Fundarherferð ASÍ

Forysta ASÍ efnir til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland – fyrir hag heimilanna.  Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið en sá síðasti þeirra verður útifundur á Ingólfstorgi í Reykjavík.  Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.  Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem að formenn landssambanda og forsetinn munu …

Kynningarfundur Sameinaða lífeyrirssjóðsins

Sameinaði lífeyrissjóðurinn stendur fyrir kynningarfundi fyrir sjóðsfélaga n.k. fimmtudag 20.nóvember, þar sem farið verður yfir stöðu og horfur sjóðins í þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir.  Fundurinn verður haldinn í Grand Hóteli við Sigtún og hefst kl. 20. Sjá heimsíðu Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Samþykkt miðstjórnar um vaxandi atvinnuleysi og efnahagslegt hrun heimilanna

Miðstjórn Samiðnar lýsir fullri ábyrgð á hendur íslenskum stjórnvöldum á því ástandi sem nú  ríkir í landinu. Við blasir meira atvinnuleysi en þekkst hefur í marga áratugi og framundan er efnahagslegt hrun þúsunda heimila.  Orsakir þessa ástands er að stórum hluta heimatilbúinn vandi  m.a. vegna óstjórnar í íslenskum efnahagsmálum til margra ára  sem hefur einkennst af óstöðugu gengi, mikilli verðbólgu, stjórnlausri …