Fullt hús á kynningarfundi norsks ráðningarfyrirtækis

Norska ráðningarfyrirtækið Jobbia hélt kynningarfund í húsakynnum Samiðnar í dag þar sem fundarmönnum voru kynnt atvinnutækifæri í Noregi.  Vel á annað hundrað manns mættu til að hlusta á og hitta fulltrúa fyrirtækisins um þá atvinnumöguleika sem bjóðast í Noregi og greinilegt að margir eru að íhuga alvarlega þennan möguleika.

Rétt er að geta þess að Vinnumálastofnn og EURES-samevrópska vinnumiðlunin munu standa fyrir Evrópskri starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 21.nóv. kl. 17-21 og laugardaginn 22.nóv. kl. 12-18 og munu fulltrúar Jobbia vera þar með kynningu.

Sjá heimasíðu Vinnumálastofnunar


Vel á annað hundrað manns sýndu störfum í Noregi áhuga.


Fullt var út úr dyrum á fundinum og komust færri að en vildu.