Samið við Reykjavíkurborg – kynningarfundur 5.desember

Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg með gildistíma frá 1.nóvember 2008 til 31.ágúst 2009.  Launahækkanir í samningnum kveða á um 20.300 kr. hækkun dagvinnulauna á mánuði.

Kynningarfundur vegna samningsins verður haldinn föstudaginn 5.des. kl. 8:30 í húsnæði Samiðnar að Borgartúni 30.  Að loknum kynningarfundi verða greidd atkvæði um samninginn, þeir sem ekki komast geta greitt atkvæði á skrifstofu Samiðnar fram til kl. 14:30 sama dag.

Sjá samninginn / Launatöflur – Sjá samning Múrarafélags Reykjavíkur