Vísað til ríkissáttasemjara

Samninganefnd Samiðnar veitti í dag viðræðunefnd sambandsins heimild til að vísa yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

1.maí

Á baráttudegi launafólks 1.maí verða hátíðarhöld verkalýðsfélaganna með hefðbundnum hætti undir slagorðinu „Aukum atvinnu – bætum kjörin.“  Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og lagt af stað í kröfugöngu niður Laugaveginn kl. 13:30 undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans.  Útifundur hefst síðan á Austurvelli að göngu lokinni, þar sem flutt verða ávörp og hljómsveitin Dikta flytur nokkur lög.  Stéttarfélögin bjóða síðan flest …

Afleikur Samtaka atvinnulífsins

Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar  sem haldin var s.l. haust kom fram sterkur vilji til samstarfs við önnur samtök iðnaðarmanna í komandi kjarasamningum.  Þetta gekk eftir og hafa iðnaðarmenn haldið hópinn sem af er vetri með ágætum árangri.  Iðnaðarmenn  lögðu  sameiginlega af stað í samningaviðræðurnar með mörg mikilvæg mál  sem eru komin í höfn og sátt um ef samningar nást milli aðila …

ICESAVE stopp

Undanfarna daga hefur þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave haft æmeiri áhrif á framvindu kjaraviðræðnanna og er óljóst hvernig mál munu standa eftir helgi.  Þó er nokkrum málum lokið sem snúa að SA og ríkinu en viðræðum um launaliðinn er enn ólokið.  Tilboð SA um launahækkanir er heldur rýrt boð miðað við samningstímann og svo er atvinnumálapakkinn frá ríkisstjórninni ekki til þess fallinn að langþráður viðsnúningur …

Talsvert áunnist í kjaraviðræðunum – engar viðræður enn um launaliðinn

Í þessari viku hefur tekist að koma mörgum málum áleiðis sem áhersla hefur verið á að kláruðust við samningagerðina og eru ekki mörg mál sem standa út af hvað varðar sérmálin.  Í gær fimmtudag kom fram pakki frá ríkisstjórninni sem tekur til efnahagslífsins s.s. losun gjaldeyrishafta, bótafjárhæðum almannatrygginga, breytinga á persónuafslætti, starfsskilyrða atvinnulífsins, sóknar í atvinnumálum s.s. orkumálum, mennta- og vinnumarkaðsúrræða, samræmingar lífeyrisréttinda, endurskoðunar …

Akstursgjald hækkar

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið hækkun á akstursgjaldi sem nemur 5% eða úr kr. 99 á ekinn km í kr. 104 og gildir hækkunin frá 1.apríl.  Minnsta gjald skal jafngilda 11,11 km og fæst 15% álag sé ekið með verkfæri og 30% álag sé ekið með verkfæri og efni. Sjá nánar.

Launaviðræður enn ekki hafnar

Vinnuhópar héldu áfram vinnu sinni þessa vikuna og málin tekin að skýrast t.d. í starfshópi um vaktir og yfirvinnu en hópar sem snerta útboðsmál, kennitöluflakk og starfsmannaleigur hafa ekki náð eins langt og er staðan sú að búið er að afmarka hvernig málin verða afgreidd t.d. hvað varðar samræmdar reglu um hæfi verktaka og fjárhagslegar- og tæknilegar skuldbindingar þeirra.  Verkalýshreyfingin …

Málin þurfa að skýrast á næstu dögum

Starfið þessa vikuna fór að mestu í vinnuhópana og þá sérstaklega útboðsmálin og verktakastarfsemi en þar er megin áherslan á að styrkja regluverkið þannig að þau fyrirtæki sem byggja á styrku umhverfi og öryggi fyrir starfsmenn sína njóti þess í útboðum á kostnað fyritækja sem stunda félagsleg undirboð.  Vinnan í vikunni hefur þó ekki skilað eins miklu og vonir stóðu til og eru …

Félag málmiðnaðarmanna styrkir FSA

Á aðalfundi Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri sem haldinn var laugardaginn 26.feb. s.l. var samþykkt að veita Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fjárstuðning að upphæð kr. 1.000.000 til tækjakaupa í tilefni af því að félagið á 70 ára afmæli á þessu ári.  Á fundinum voru jafnframt samþykktar ályktanir um stóriðju í Þingeyjarsýslum, varað við hugmyndum um að flytja Reykjavíkurflugvöll og hvatt til þess að forval vegna Vaðlaheiðarganga verði hafið sem …

Bjartsýni í samningaviðræðum

Vikan hefur verið nýtt til að koma af stað vinnuhópum í lífeyrissjóðsmálum, kennitöluflakki og svartri vinnu, útboðsmálum, málefnum starfsmannaleiga, málum er tengjast veikindarétti o.fl. sem stéttarfélögin hafa óskað eftir að tekin verði  til skoðunar í kjarasamningsviðræðunum.  Þessari vinnu miðar vel áfram og ert gert ráð fyrir að næsta vika fari undir þessa vinnu, samhliða því sem viðræður hefjast við stjórnvöld um …