Málin þurfa að skýrast á næstu dögum

Starfið þessa vikuna fór að mestu í vinnuhópana og þá sérstaklega útboðsmálin og verktakastarfsemi en þar er megin áherslan á að styrkja regluverkið þannig að þau fyrirtæki sem byggja á styrku umhverfi og öryggi fyrir starfsmenn sína njóti þess í útboðum á kostnað fyritækja sem stunda félagsleg undirboð. 

Vinnan í vikunni hefur þó ekki skilað eins miklu og vonir stóðu til og eru engin mál að fullu afgreidd.  Því er ljóst að ef takast á að ljúka málum fyrir miðjan mars eins og áformað er þá þarf að taka á málum með meiri festu.  Vaxandi þrýstingur er innan verkalýðshreyfingarinnar á að málin taki að skýrast á næstu dögum sem og hvað er í spilunum varðandi launahækkanir.