Launaviðræður enn ekki hafnar

Vinnuhópar héldu áfram vinnu sinni þessa vikuna og málin tekin að skýrast t.d. í starfshópi um vaktir og yfirvinnu en hópar sem snerta útboðsmál, kennitöluflakk og starfsmannaleigur hafa ekki náð eins langt og er staðan sú að búið er að afmarka hvernig málin verða afgreidd t.d. hvað varðar samræmdar reglu um hæfi verktaka og fjárhagslegar- og tæknilegar skuldbindingar þeirra.  Verkalýshreyfingin leggur á það áherslu að þesar reglur fái lagastoð með skýrum ákvæðum um réttindi starfsmanna og takmarkanir á að gera starfsmenn að undirverktökum.  Samstarf er komið á um kennitöluflakkið við ríkisskattstjóra og hefur hann komið fram með áhugaverðar hugmyndir til að taka á kennitöluflakki en fundur er fyrirhugaður um miðja næstu viku.  Í ljósi nýrrar tilskipunar ESB hafa starfsmannaleigurnar verið til umjöllunar og þá þannig að fastráðning verði meginreglan en notkun starfsmannaleiga verði í undantekingartilfellum.  Einnig sé það skýrt að starfsmenn starfsmannaleiga hafi jafna stöðu á við þá sem eru fastráðnir.  Töluverð vinna er eftir í þessu máli og ber mikið í milli.  Hvað varðar jöfnun lífeyrisréttinda þá er fyrirhugaður fundur með stjórnvöldum í næstu viku en krafan er um eitt samræmt lifeyriskerfi í landinu og þarf að setja upp ferli til að jafna réttindin þar til slíkt samræmt kerfi kemst á.  Varðandi atvinnumálin þá er vinnan þar í fullum gangi og óljóst á þessari stundu hvert leiðir.  Viðræður um launaliðinn eru ekki komnar í gang að neinu ráði og er enn unnið að upplýsingaöflun og mati á efnahagslegum forsendum s.s. áhrif launahækkana á gengi og atvinnustigið.  Engar tillögur hafa þó litið dagsins ljós en vonandi klárast sú vinna í næstu viku.