Endurreisn íbúðamarkaðarins í Reykjavík

Forysta Samiðnar og Eflingar kölluðu formann borgarráðs Reykjavíkurborgar, Dag B. Eggertsson á sinn fund nýverið og óskuðu eftir upplýsingum um lóðaframboð í Reykjavík og hvers megi vænta í íbúðabyggingum næstu tvö árin. Í máli Dags kom fram að verulegt lóðaframboð er til staðar bæði á hefðbundnum byggingasvæðum og einnig með þéttingu byggðar. Stefna borgarinnar er að þétta byggð og megnið af þeim 500 íbúðum sem fara í gang á næsta ári eru t.d. í Holtunum.

Rafrænt fréttabréf

Nýverið var sent úr fyrsta tölublaðið af rafrænu fréttabréfi Samiðnar og var það sent á helstu samstarfsaðila og aðildarfélög Samiðnar.  Ætlunin er að gefa úr fréttabréfið með reglubundnum hætti þar sem fjallað er um fréttir úr starfinu og það sem efst er á baugi.  Fréttabréfið má nálgast hér eða með því að skrá sig á póstlista hér neðst á síðunni.

Formaður FIT: Tvær leiðir koma til greina

Í upphafi næsta árs þarf verkalýðshreyfingin að taka ákvörðun um endurskoðun kjarasamninga en frestur til þess rennur út 21. janúar næstkomandi. Ljóst er að forsendur kjarasamninganna sem gerðir voru í maí 2011 hafa ekki staðist.  Að mati formanns Félags iðn- og tæknigreina, Hilmars Harðarsonar, koma tvær leiðir til greina. Sjá nánar.

Samdráttur í heimilisútgjöldunum

Nýútkomin rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna fyrir árin 2009-2011sýnir að útgjöld heimilanna hafa dregist saman um 3,5% frá fyrri rannsókn.  Lítilsháttar breytingar voru í skiptingu útgjalda en hlutfall matar og drykkjarvöru í heimilisútgjöldum hækkaði, sem og hlutfall húsnæðis, hita og rafmagns.  Hlutfallsleg lækkun var vegna húsgagna og heimilisbúnaðar og tómstunda og menningar, auk þess sem lækkun varð í útgjöldum vegna …

Fulltrúar ASÍ-UNG í heimsókn

Fulltrúar frá Samtökum ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ-UNG) áttu í dag fund með framkvæmdastjórn Samiðnar og kynntu starf samtakanna og helstu áherslur en mörg aðildarfélaga Samiðnar eiga fulltrúa í stjórn ASÍ-UNG.

ASÍ boðar til formannafunda vegna endurskoðunar kjarasamninga

Á fundi miðstjórnar ASÍ í síðustu viku var ákveðið á grundvelli 40. gr. laga ASÍ að boða til þriggja formannafunda á vettvangi ASÍ í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Hugmyndin er að kynna á fyrsta fundi hvernig samninganefnd ASÍ hyggst nálgast endurskoðunina, fara yfir viðbrögð atvinnurekenda og framvindu viðræðna á öðrum fundi og kynna síðan drög að niðurstöðu á þeim síðasta.

Kjaramálaráðstefna Samiðnar

Á nýafstöðunum sambandsstjórnarfundi og kjaramálaráðstefnu Samiðnar fluttu hagfræðingarnir Yngvi Örn Kristinsson og Ólafur Darri Andrason erindi þar sem viðfangsefnið var staðan í efnahagsmálunum og hugsanleg uppsögn kjarasamninga. Hér má sjá upptökur af erindunum.

Desemberuppbótin

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 50.500 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar 23.nóvember

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar verður haldinn föstudaginn 23. nóvember í Borgartúni 30.  Að fundi loknum er boðað til vinnufundar á Grand hóteli með sambandsstjórn og fulltrúum aðildarfélaganna þar sem farið verður yfir forsendur kjarasamninganna og hvort virkja eigi uppsagnarákvæði þeirra.

Í tilefni af skattatillögum Samtaka atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins kynntu skattatillögur sínar á morgunverðarfundi í Hörpunni í morgun undir yfirskriftinni „Ræktun eða rányrkja“.  Flutt voru átta framsöguerindi á fundinum sem fjölluðu öll um skattlagningu fyrirtækja og ekki síst þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu frá hruni.  Það eru fjögur atriði sem standa upp úr í þessari umræðu.  
Í fyrsta lagi hafa verið gerðar mjög margar skattbreytingar á stuttu tímabili og þær virkjaðar með stuttum fyrirvara og oft á tíðum án nægjanlegra rannsókna á áhrifum þeirra.