Nýútkomin rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna fyrir árin 2009-2011sýnir að útgjöld heimilanna hafa dregist saman um 3,5% frá fyrri rannsókn. Lítilsháttar breytingar voru í skiptingu útgjalda en hlutfall matar og drykkjarvöru í heimilisútgjöldum hækkaði, sem og hlutfall húsnæðis, hita og rafmagns. Hlutfallsleg lækkun var vegna húsgagna og heimilisbúnaðar og tómstunda og menningar, auk þess sem lækkun varð í útgjöldum vegna ferða og flutninga.