Fulltrúar ASÍ-UNG í heimsókn

 Á fundinum var rætt um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og innan stéttarfélaganna og áhuga þess almennt á verkalýðshreyfingunni og störfum innan hennar.  Kom fram að ASÍ-UNG er mikilvægur vettvangur fyrir áherslur og forgangsröðun ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem því gefst kostur á að vinna mál sín á jafningjagrundvelli en samtökin leggja áherslu á að gera verkalýðshreyfinguna meira aðlaðandi fyrir ungt fólk og það sem nýkomið er á vinnumarkað.

 

Samþykkt var að vinna áfram með ASÍ-UNG og finna grundvöll að frekara samstarfi og því ákveðið að hittast að nýju í byrjun janúar.