Formaður Byggiðnar: Launaskiptingin ekki meitluð í stein

Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar og f.v. formaður Samiðnar sér fram á bjartari tíma í byggingagreinum og gott atvinnustig en vekur jafnframt athygli á að þeir byggingamenn sem fluttu til Noregs hafi enn sem komið er ekki skilað sér heim.  Þar skilur of mikið á milli í launum og lífskjörum og horfi menn til komandi kjarasamningsviðræðna áður en þeir hugsi …

Raunfærnimat – fyrir þig?

Getur þú staðfest 5 ára fullt starf í iðninni með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti?  Ertu 25 ára eða eldri?  Langar þig að ljúka námi í þínu fagi? Þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Þing ASÍ: Samfélag fyrir alla – jöfnuður og jöfn tækifæri

Um 20 fulltrúar frá aðildarfélögum Samiðnar sitja nú 41. þing Alþýðusambands Íslands sem haldið er á Hilton Nordica og stendur fram til föstudags.  Yfirskrift þingsins er „Samfélag fyrir alla – jöfnuður og jöfn tækifæri“ en reikna má með að komandi kjarasamningsviðræður setji svip sinn á þingið og marki upphafið að erfiðum vetri í kjarabaráttunni. Í setningarræðu sinni brýndi Gylfi Arnbjörnsson …

Kröfugerð vegna endurnýjunar kjarasamninga lögð fram

Fulltrúar úr samninganefnd Samiðnar áttu í dag fund með Samtökum atvinnulífsins og lögðu fram sérkröfur Samiðnar f.h. aðildarfélaga vegna komandi kjarasamningsviðræðna.  Um er að ræða kröfur sem lúta að öðrum málum en launalið kjarasamninga s.s. um vinnutíma, orlof, veikindarétt, aðbúnaðar- og öryggismál, uppsagnarfrest o.fl.

Ályktun sambandsstjórnar: Ríkisstjórnin stuðli að sátt í stað sundrungar

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar, haldinn 26. september 2014, mótmælir harðlega þeim skerðingum sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga 2015. Þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir sem eiga að bæta hag heimila er ljóst að þær snerta heimilin með mismunandi hætti og koma síst tekjulægri heimilum til góða. Sambandsstjórnarfundur Samiðnar mótmælir sérstaklega:• Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12% sem eykur …

Miðstjórn ASÍ: Félögin undirbúi harðari deilur við kjarasamningsgerðina

Miðstjórn ASÍ fer hörðum orðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjárlagafrumvarpið og hvetur aðildarfélögin að þétta raðir sínar til undirbúnings komandi kjarasamningsviðræðum.   „Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin velji með fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2015 að ráðast enn og aftur gegn hagsmunum launafólks í stað þess að hefja uppbyggingu velferðarkerfisins. Almennt launafólk hefur á síðustu …

Kjarasamningur við Samtök sveitarfélaga samþykktur

Kjarsamningur Samiðnar við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu með 80% atkvæða, andvígir samningnum voru 20% og hlutfall þeirra sem nýttu atkvæðisrétt sinn 22%.

Sambandsstjórnarfundur 26. september

Sambandsstjórn Samiðnar hefur verið kölluð til fundar föstudaginn 26. september til undirbúnings komandi kjarasamningsviðræðum en megin verkefni fundarins er afgreiðsla á sérkröfum Samiðnar.  Fundurinn verður haldinn í húsnæði sambandsins að Borgartúni 30 og hefst kl. 10:30.   Dagskrá: 1. Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson setur fundinn 2. Efnahagslegar forsendur stöðugleika í íslensku hagkerfi og vaxandi kaupmætti næstu 3 árin.  Þórarinn Pétursson, …

Kjarasamningur við Samtök sveitarfélaga

Samiðn f.h. aðildarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélga undirrituðu nýjan kjarasamning 14. ágúst s.l. Samningurinn gildir frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015 og tekur fyrst og fremst til launabreytinga. Bil milli launaflokkaIðnaðarmannafélögin hafa lagt þunga áherslu á að launatöflur iðnaðarmanna hjá sveitarfélögum yrðu teknar til endurskoðunar og þær tækju í auknum mæli mið af því sem er á almennum …

Umræðan um framúrkeyrslu ráðuneyta og stofnana snýst ekki eingöngu um peninga

Þessa dagana er mikil umræða um framúrkeyrslu einstakra ráðuneyta og stofnana sem falla undir þau og snýst fyrst og fremst um framúrkeyrsluna en ekki orsök hennar.  Fjárlög ríkisins eru ákvörðuð á Alþingi á hverju ári og þar eru fjárveitingar til einstakra stofnana og ráðuneyta ákvarðaðar eftir umfjöllun í ríkisstjórn, nefndum Alþingis og í lokin eru þau afgreidd frá Alþingi sem …