Formaður Byggiðnar: Launaskiptingin ekki meitluð í stein

Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar og f.v. formaður Samiðnar sér fram á bjartari tíma í byggingagreinum og gott atvinnustig en vekur jafnframt athygli á að þeir byggingamenn sem fluttu til Noregs hafi enn sem komið er ekki skilað sér heim.  Þar skilur of mikið á milli í launum og lífskjörum og horfi menn til komandi kjarasamningsviðræðna áður en þeir hugsi sér til hreyfings.  Í þeim viðræðum sé mikilvægt að gera atlögu að launaskiptingunni í landinu, hún sé ekki meitluð í stein þó atvinnugreinarnar séu misstöndugar og Seðlabanki, ríkisstjórn og SA kyrji sönginn um að allt fari hér á hliðina verði ekki hófs gætt.  Ekki dugi lengur að miða ætíð við óburðugustu greinarnar heldur verður að takast á við hlutfallið á milli hæstu og lægstu launa.  Þetta kemur fram í leiðara nýjasta fréttabréfs Byggiðnar en þar vekur Finnbjörn jafnframt athygli á slæmri stöðu ungs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði og hvetur ríkisvaldið til samstarfs við verkalýðshreyfingu, sveitarfélög og samtök launagreiðenda til lausnar á þeim vanda.

Sjá nánar.