Fjöldi námskeiða í boði hjá Iðunni fræðslusetri í haust

Haustbæklingur Iðunnar fræðsluseturs er nú kominn út og má þar finna fjölda námskeiða og viðburða sem ætluð eru iðnaðarmönnum.  Ástæða er til að hvetja félagsmenn til að kynna sér námskeiðin en um er að ræða bæði fagleg námskeið sem og námskeið almenns eðlis. Sjá bæklinginn.

Síðari lota samningaviðræðna að hefjast

Samiðn undirritaði kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins þann 22. júní s.l. sem allir voru samþykktir nema hjá Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldi samninginn í atkvæðagreiðslu. Samningurinn við Félag pípulagningameistara var einnig felldur en félagið stendur utan við Samtök atvinnulífsins. Nú hefur verði gert samkomulag við báða þessa aðila sem félagsmenn hafa samþykkt í almennum atkvæðagreiðslum og eru því komnir á …

Hefur gerðardómurinn áhrif á aðra kjarasamninga?

Gerðardómurinn sem birtur var s.l föstudag í deilu BHM og FÍH er athyglisverður og hlýtur að hafa áhrif á kjarasamninga sem ólokið er við ríki og sveitarfélög. Samtök iðnaðarmanna hafa lagt áherslu á að iðnnám sé metið við ákvörðun um laun og því má segja að efnislega taki dómurinn undir þá skoðum með ákvæði um sérstakt álag vegna menntunar. Iðnaðarmenn …

Samningur við pípulagningameistara samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Félag pípulagningameistara var samþykktur í atkvæðagreiðslu með 63% atkvæða en samningurinn hafði áður verið felldur.  Helstu breytingarnar á hinum nýja samningi frá þeim sem felldur var eru við grein 1.1.4 auk bókana.  Kosningaþátttakan var 14%.   Sjá samninginn.      Sjá breytingar.

Kosning um samning Félags pípulagningameistara

Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um nýjan kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Félag pípulagningameistara sem undirritaður var 28. júlí s.l. í stað þess samnings sem felldur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Bréf með aðgangsorði og kynningu á samningnum hafa verið sett í póst til þeirra sem hafa rétt til að kjósa um þennan samning. Næstu daga munu bréfin berast þeim félagsmönnum …

Niðurstöður kosninga um kjarasamninga

Félagsmenn allra aðildarfélaga Samiðnar samþykktu kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins utan Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldu samninginn. Samningar Samiðnar við Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins voru einnig samþykktir. Samningur Samiðnar við Meistarafélag pípulagningamanna var felldur.   Kosninga-þáttaka Heildar-kjörskrá Já Nei Ég tek ekki afstöðu AFL – Kosning um kjarasamning Samiðnar 20 112 12 7 …

Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna

Nú stendur yfir kosning um þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið við Samtök atvinnulífsins, Félag pípulagningameistara, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Kosningunni lýkur 15. júlí og ætti niðurstaðan að liggja fyrir um miðjan dag. Verði þeir felldir og samningar takast ekki mun koma til verkfalla 6. september. Verði samningarnir hins vegar samþykktir gilda þeir til …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí úr kr. 137 í kr. 140,6 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar í kjarasamningi (bls. 82).

Golfmót Samiðnar 2015 – úrslit

Golfmót Samiðnar var haldið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ (Golfklúbbi Mosfellsbæjar) föstudaginn 26. júní sl.  Keppt var bæði með og án forgjafar og einnig veitt unglinga- og gestaverðlaun.  Mótið var opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra auk þess að vera innanfélagsmót Byggiðnar og FIT. Úrslit: Samiðnaðarstyttan Besta skor með forgjöf. > Gunnar Karl Gunnlaugsson 34p Sveitakeppni án forgjafar Vinningshafi FIT …

Reiknivél vegna launaþróunartryggingarinnar

Samiðn hefur fengið góðfúslegt leyfi frá VR til að vísa í reiknivél á heimasíðu VR til útreiknings á hækkun launa miðað við forsendur launaþróunartryggingar.  Forsendurnar eru hinar sömu og eiga við í kjarasamningum Samiðnar. >> Sjá reiknivél