Kosning um samning Félags pípulagningameistara

Rafræn atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um nýjan kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Félag pípulagningameistara sem undirritaður var 28. júlí s.l. í stað þess samnings sem felldur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Bréf með aðgangsorði og kynningu á samningnum hafa verið sett í póst til þeirra sem hafa rétt til að kjósa um þennan samning. Næstu daga munu bréfin berast þeim félagsmönnum sem eru á kjörskrá.  Kosningu lýkur mánudaginn 17. ágúst og verða niðurstöðurnar birtar á vefnum daginn eftir.

KJÓSA HÉR