Hugvekja í byrjun jólaföstu

Síðustu vikurnar hafa einkennst af umræðum um kjarasamninga og málefni þeim tengd. Í tengslum við kjarasamningana hefur verið rætt um SALEK en það er samráðsvettvangur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Nokkuð hefur borið á neikvæðri umræðu um SALEK samkomulagið og eitt stéttarfélag hefur kært það til Félagsdóms á þeim forsendum að það stangist á við lögin um stéttarfélög og vinnudeilur. Hver …

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur

Kosningu um nýjan kjarasamning á milli Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Reykjavíkurborgar með gildistíma frá 1. maí er lokið og var hann samþykktur með 94% atkvæða gegn 3%, 3% tóku ekki afstöðu.  Kosningaþátttakan var 90%. Sjá samninginn.

Samningurinn við Faxaflóahafnir samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Faxaflóahafnir var samþykktur í atkvæðagreiðslu.  Samningurinn er á svipuðum nótum og nýgerður kjarasamningur við Reykjavíkurborg.   Sjá samninginn.

Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur

Kosningu um nýjan kjarasamning við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs með gildistíma frá 1. maí er lokið og samþykktu 84% samninginn en 16% voru honum andsnúin.  Kosningaþátttaka var 74%. Sjá samninginn.

Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg – kynningarfundur

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg í gærkveldi sem gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Launabreytingar á samningstímanum eru rúmlega 25% auk áhrifa vegna breytinga á einstaklingsbundnum ávinnslurétti. Upphafshækkunin er 25.000 kr. og gildir frá 1. maí 2015.  Árið 2016 er hækkunin 6% en árið 2017 er gerð breyting á launtöflu sem metin er á 5,4% og hefur mun …

Kjarasamningur OR-ON samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar við OR-ON var samþykktur í atkvæðagreiðslu með 78% atkvæða gegn 17 %, 5% tóku ekki afstöðu.  Þátttaka í kosningunni var 90%. Sjá samninginn.

Nýr kjarasamningur undirritaður við ríkið

Samiðn undirritaði í dag nýjan kjarasamning við ríkið með gildistíma til loka mars 2019. Upphafshækkunin er kr. 35.000 eða að lágmarki 7,2% frá 1.maí s.l. að telja. Sjá samninginn.

Áætlunin gekk ekki alveg eftir

Í síðasta pistli kom fram að vonir stæðu til að þessi vika myndi skila nýjum kjarasamningi á opinbera markaðnum en raunin er að kl. 13:30 í dag (föstudag) hefur ekki tekist að landa neinum kjarasamningi. Hins vegar er samningur við ríkið í burðarliðnum, örfá atriði standa út af en stóru málin eru komin í höfn svo ekki þarf mikið til …

SALEK – spurt og svarað

SALEK-samkomulagið sem undirritað var í lok október milli stórs hluta vinnumarkaðarins hefur verið töluvert til umfjöllunar síðustu daga. Nokkuð hefur verið um að misskilnings hafi gætt í þeirri umræðu. Til að skýra myndina fyrir leikmönnum og hjálpa þeim að mynda sér skoðun á málinu hefur ASÍ birt nokkrar algengar spurningar sem komið hafa upp, sem svarað er í stuttu en …

Er skriðan að renna af stað?

Í vikunni sem er að líða hefur einum kjarasamningi verið landað þ.e. samningi við Orkuveitu Reykjavíkur. Sá samningur er allt í senn hefðbundinn og óvenjulegur, hefðbundinn hvað varðar að hann tekur mið af SA samningnum en óvenjulegur vegna þess að það eru gerðar miklar breytingar á taxtauppbyggingu og bakvöktum.Samningurinn verður kynntur n.k. mánudagsmorgun og fer í atkvæðagreiðslu í beinu framhaldi. …