Við getum búið við stöðugleika

Árangur síðustu kjarasamninga er að skila sér í auknum kaupmætti almennings samfara góðum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Það er margt sem hefur verið okkur hagstætt ekki síst ytri skilyrði, lítil erlend verðbólga sem hefur skilað sér í lækkandi verðlagi. Það voru margir sem spáðu að hér færi allt á annan endann með þeim launa hækkunum sem samið var um en …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí úr kr. 145,6 í kr. 149,8 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar bókun í kjarasamningi (bls. 84).

Kjararáð á villigötum

Það voru merkilegar fréttir af árangri Kjararáðs í gær. Síðustu mánuði hafa aðilar vinnumarkaðarins verið að reyna að ná saman um nýtt samningsmódel þar sem búinn verður til efnahagslegur rammi. Megin markmið með þessari vinnu er að skapa hliðstæðar aðstæður og á hinum Norðurlöndunum hvað varðar efnahagslegan stöðugleika og vaxandi kaupmátt. Ríkið hefur lýst vilja til að koma að þessu …

Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður hefja formlegt sameiningarferli

Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja formlegt samrunaferli með það að markmiði að bera sameiningu sjóðanna undir atkvæði á aukaársfundum í haust. Stjórnir beggja sjóða staðfestu þetta í dag í ljósi niðurstöðu könnunarviðræðna sem hófust í maí sl.Framundan er að staðfesta tryggingafræðilegar forsendur, fara yfir eignir og eignamat og framkvæma áreiðanleikakönnun hjá báðum sjóðum. Samþætta þarf …

Kjarasamningur fyrir snyrtifræðinga

Í gær, þriðjudaginn 21. júní var undirritaður kjarasamningur vegna snyrtifræðinga við Samtök atvinnulífsins. Þetta er fyrsti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir snyrtifræðinga og er þetta því stór áfangi fyrir félagsmenn í greininni. Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samningsins má sjá Hermann Guðmundsson frá FIT, Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn og Ragnar Árnason frá SA. Sjá samninginn.

Hækkun á mótframlagi launagreiðenda 1. júlí

Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins.Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð. Samkomulag ASÍ og SA um hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði: Mótframlag …

Evrópskt vinnustaðaeftirlit?

Evrópusambandið hefur komið á fót sameiginlegum vettvangi samtaka launafólks og atvinnurekenda auk stjórnvalda sem ætlað er að vinna sameiginlega bug á svartri vinnu innan og á milli ríkja Evrópu.  Þessum aðilum er ætlað að forma baráttuna gegn svartri vinnu í Evrópu og koma með raunhæfa áætlun um hvaða leiðir skila bestum árangri.  Samtök evrópskra stéttarfélga hafa lagt á það áherslu að …

Golfmót Samiðnar – úrslit

Sjá úrslit mótsins. ———– Hið árlega golfmót aðildarfélaga Samiðnar verður haldið á Hlíðarvelli Mosfellsbæ föstudaginn 10. júní. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Einnig er velkomið að taka með sér gesti.Mæting er í síðasta lagi kl. 15:30 og ræst út kl. 16:00 á öllum teigum í einu. Mótið er einnig innanfélagsmót Byggiðnar og FIT Keppt er um sérstök verðlaun …

Sameining Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs?

Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja könnunarviðræður með sameiningu sjóðanna í huga.  Hugmynd um slíkt hefur áður verið reifuð óformlega en það er ekki fyrr en nú að stjórnir sjóðanna samþykkja að láta reyna á sameiningu með formlegum hætti. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins ef miðað er við hlutfall hreinna eigna lífeyrissjóða og Stafir …

Ávarp formanns Samiðnar 1. maí: „Óróatímar í þjóðlífinu og í atvinnulífinu“

Góðir félagar. Ég óska ykkur öllum til hamingju með baráttudaginn okkar, – 1. maí. Við höldum upp á 1. maí nú þegar það er nokkuð góður friður á vinnumarkaði og búið er að gera kjarasamninga fyrir flest allt launafólk, hvort sem það vinnur hjá einkafyrirtækjum eða hjá stofnunum ríkis eða sveitarfélaga. Samningarnir voru sameiginleg tilraun aðila vinnumarkaðarins til að vinna …