Í gær, þriðjudaginn 21. júní var undirritaður kjarasamningur vegna snyrtifræðinga við Samtök atvinnulífsins. Þetta er fyrsti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir snyrtifræðinga og er þetta því stór áfangi fyrir félagsmenn í greininni. Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samningsins má sjá Hermann Guðmundsson frá FIT, Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn og Ragnar Árnason frá SA.