Evrópskt vinnustaðaeftirlit?

Evrópusambandið hefur komið á fót sameiginlegum vettvangi samtaka launafólks og atvinnurekenda auk stjórnvalda sem ætlað er að vinna sameiginlega bug á svartri vinnu innan og á milli ríkja Evrópu.  Þessum aðilum er ætlað að forma baráttuna gegn svartri vinnu í Evrópu og koma með raunhæfa áætlun um hvaða leiðir skila bestum árangri.  Samtök evrópskra stéttarfélga hafa lagt á það áherslu að komið verði á fót formlegum eftirlitsaðilum, e.k. vinnustaðaeftirliti líkt og stéttarfélögin hér á landi hafa staðið fyrir, sem fá fjármagn og mannafla til að fylgja eftir að lögum og reglum á evrópskum vinnumarkaði sé fylgt.  Að mati félaganna myndi slíkt vinnustaðaeftirlit fljótt skila til baka, ekki einungis bættum aðbúnaði og kjörum launafólks, heldur einnig þeim fjármunum sem settir yrðu í verkefnið.  Stéttarfélögin telja ekkert því til fyrirstöðu að vinnustaðaeftirlit sem þetta verði komið á laggirnar sem allra fyrst og Evrópusambandið hafi forystu þar um.

Sjá nánar.