Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins.
Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð.
Samkomulag ASÍ og SA um hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði:
Mótframlag atvinnurekenda hækkar um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Heimilt að ráðstafa hluta af viðbótinni í bundna séreign frá og með 1. júlí 2017.
• 1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 0,5% stig
• 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig
• 1. júlí 2018 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig
• Hækkun um 0,5% þann 1. júlí nk. mun renna í samtryggingu sjóðsfélaga
• Frá 1. júlí 2017 getur fólk ráðstafað allt að 2% stigum í bundinn séreignarsparnað
• Frá 1. júlí 2018 getur fólk ráðstafað allt að 3,5% stigum í bundinn séreignarsparnað
Hér má sjá kynningarmyndband frá Landssamtökum lífeyrissjóða.