Erlendir starfsmenn

Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman það helsta sem hafa þarf í huga vegna erlendra starfsmanna. Sjá vef ASÍ.

Ólafur Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs

Ólafur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, sem stofnaður var í lok september við sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs frá stofnun 2006 og var áður framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Lífiðnar og verðbréfafyrirtækisins Virðingar. Sjá nánar.

Ályktun miðstjórnar ASÍ um aukinn ójöfnuð í lífeyrismálum

Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarflokkanna að auka á þann hróplega mismun sem er í lífeyrisréttindum landsmanna með því að hækka lífeyristökualdur í almannatryggingum í 70 ár. Þetta er gert þrátt fyrir að frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda milli launafólks á almennum og opinberum vinnumarkaði hafi verið dregið til baka. Það gengur ekki að ætla almenningi að búa við 70 ára …

Taktlaus vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

Samiðn mótmælir harðlega framkomnum tillögum ríkisstjórnarinnar um hækkun eftirlaunaaldurs í 70 ár á næstu 12 árum. Þessi tillaga er ekki í samræmi við framkomnar tillögur sem samstaða var um en í þeim var gert ráð fyrir að breytingin yrði innleidd á 24 árum. Það ber ekki vott um fagleg vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar að gera róttækar breytingar á tillögum sem …

Sameinaði og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóði

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður. Góð stemning var á báðum fundum og var sameiningin samþykkt með dynjandi lófataki. Það telst til tíðinda að svo stórir lífeyrissjóðir sameinist og sameinaðir verða þeir fjórði …

Haustfundur miðstjórnar á Austurlandi

Miðstjórn Samiðnar hélt haustfund sinn á Reyðarfirði nýverið og kynnti sér atvinnulifið á Austurlandi með sérstaka áherslu á þau miklu áhrif sem tilkoma álvers Alcoa hefur haft á svæðið.  Miðstjórnin átti fund með stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs stéttarfélags sem og bæjarstjóra Fjarðabyggðar Páli Björgvini Guðmundssyni.  Af þessari heimsókn og fundum má ljóst vera að bjartsýni ríkir meðal heimamanna og greinilegt að …

Samrunasamningur Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa kynntur

Á sjóðsfélagafundum Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa s.l. þriðjudag var kynntur samrunasamningur ásamt tillögum stjórnanna að samþykktum fyrir nýjan sjóð. Að fundinum loknum undirrituðu stjórnirnar samrunasamninginn og jafnframt var ákveðið að boða til auka ársfunda 29. september n.k. og í framhaldi af þeim boða til stofnfundar nýs sjóðs.Tryggingafræðileg úttekt leiðir í ljós að staða sjóðanna er mjög áþekk og einnig eru …

Framkvæmdastjórn á Húsavík

Framkvæmdastjórn Samiðnar lagði land undir fót í gær og heimsótti Húsavík og skoðaði yfirstandandi framkvæmdir við gerð gufuaflsvirkjunar á Þeystareykjum og byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka.  Formaður Framsýnar Aðalsteinn Baldurssson og formaður Þingiðnar Jónas Kristjánsson fóru fyrir hópnum auk fulltrúa verktaka á svæðinu.  Stækkun Húsavíkurhafnar og gerð ganga á milli hafnarinnar og verksmiðjunnar eru hluti af þessum umfangsmiklu framkvæmdum og var …

Afmælisboð ASÍ á sunnudaginn í Árbæjarsafni

Alþýðusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár og einn liður í að minnast þeirra tímamóta er afmælisboð ASÍ í Árbæjarsafni þann 28. ágúst nk. Alþýðusambandið býður frítt inn á safnið þann dag og fjölbreytta dagskrá sem bregður birtu á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síðustu öld. Boðið verður upp á leiðsagnir, ratleik, þvottaburð, kassabílaakstur auk þess sem börnin …