Haustfundur miðstjórnar á Austurlandi

Miðstjórn Samiðnar hélt haustfund sinn á Reyðarfirði nýverið og kynnti sér atvinnulifið á Austurlandi með sérstaka áherslu á þau miklu áhrif sem tilkoma álvers Alcoa hefur haft á svæðið.  Miðstjórnin átti fund með stjórn iðnaðarmannadeildar AFLs stéttarfélags sem og bæjarstjóra Fjarðabyggðar Páli Björgvini Guðmundssyni.  Af þessari heimsókn og fundum má ljóst vera að bjartsýni ríkir meðal heimamanna og greinilegt að tilkoma álversins hefur snúið við langvarandi þróun til fólksfækkunar og er nú svo komið að skortur er á vinnuafli á svæðinu.  Undir leiðsögn heimamanna heimsótti miðstjórnin Síldarvinnsluna á Neskaupstað og nýtt fiskiðjuver Eskju á Eskifirði sem er í byggingu og fyrirhugað að taka í notkun um miðjan nóvember.  Gríðarleg fjárfesting er í sjávarútvegi og mikill metnaður á svæðinu, sem aftur hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir iðnaðamönnum og launaþróunar sem nálgast það sem tíðkast á höfuðborgarsvæðinu.