Félag fagkvenna í karllægum iðngreinum – stofnfundur mánudaginn 28. nóvember

Næstkomandi mánudag 28. nóvember verður haldinn stofnfundur Félags fagkvenna sem er félag fyrir konur í karllægum iðngreinum.  Tilgangurinn með stofnun félagsins er að búa til öflugt tengslanet milli kvenna sem starfa í iðngreinum sem að stærstum hluta eru skipaðar körlum. Allar konur sem lokið hafa sveinsprófi í karllægri iðngrein, eru í námi eða á námssamningi eru hvattar til að mæta …

Birta lífeyrissjóður hefur störf 1. desember

Fjármálaráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs og mun hinn sameinaði sjóður, Birta lífeyrissjóður, hefja störf 1. desember nk.  Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Stafa mun verða framkvæmdastjóri hins nýja sjóðs sem við sameininguna verður fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins.  Miðað er við að starfsemi sjóðsins verði fyrst um sinn í Sundagörðum 2 þar sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn er …

Er vit í verknámi?

Ertu með bíladellu?Finnst þér gaman að vinna með höndunum?Viltu leyfa sköpunargáfunni að njóta sýn?Spennt/ur fyrir vélum og málmum?Ertu alltaf í stuði? Ef svo er – þá skaltu kíkja á þetta.

Miðstjórn ályktar um keðjuábyrgð, jöfnun lífeyrisréttinda og kjararáð

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktanir þar sem skorað er á nýtt Alþingi, að eitt af fyrstu verkum þess verði að setja skýra löggjöf um keðjuábyrgð aðalverktaka og verkkaupa gagnvart starfsmönnum undirrverktaka.  Einnig samþykkti miðstjórnin áskorun á Alþingi og væntanlega ríkisstjórn, að afgreiða breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, en takist það ekki fyrir áramót eru …

Information Sheet in English

Information Sheet on Terms of Contract and Pay and Conditions between Samiðn and SA 2015-2018 Daytime Working-Hours. Working-hours should be 40 hours a week or 173.33 hours a month – 37.5 hours work-time per week with 35 minutes per day for coffee breaks (20 minutes in the morning and 15 minutes in the afternoon). These hours will be worked during …

Eftir hverju bíða stjórnvöld? Keðjuábyrgð strax!

Í kjarasamningunum 2011 gerði Samiðn kröfur um að tekin yrði upp svo kölluð keðjuábyrgð þ.e. að aðalverktaki eða verkkaupi tryggi að undirverktakar tryggi starfsmönnum undirverktaka réttindi sem byggja á lögum og kjarasamningum.Þessi krafa náði ekki fram en ákveðið var að halda áfram viðræðum við SA sem og var gert. Þær viðræður báru engan árangur enda lögðust fulltrúar verktaka gegn því …

Byggingadagur Iðunnar 4. nóvember

Byggingadagur IÐUNNAR fræðsluseturs verður haldinn þann 4. nóvember kl. 16.00 – 19.00 í húsnæði IÐUNNAR, Vatnagörðum 20. Á byggingadeginum munu aðilar í byggingariðnaðinum kynna hugmyndir og lausnir til að byggja ódýrt húsnæði. Kynntar verða nýjungar frá fjölmörgum aðilum og fyrirtækjum í byggingariðnaðinum. Sjá nánar.

Fagháskóli í burðarliðnum – skýrsla verkefnishóps

Nýverið var kynnt skýrsla verkefnishóps um fagháskólanám sem skipaður var í mars 2016. Í hópnum sátu auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB,  Landssambands íslenskra stúdenta, Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Samstarfsnefndar háskólastigsins, Samtaka atvinnulífsins og Skólameistarafélags Íslands.  Við sama tækifæri undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson framkvæmdastjóri SA, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Elín …

Konur leggja niður vinnu kl. 14:38 á mánudaginn – Kjarajafnrétti strax!

ASÍ ásamt helstu samtökum launafólks; BSRB, BHM, KÍ, SSF og fulltrúum kvennasamtaka hafa tekið höndum saman og standa að baráttufundi á Austurvelli kl. 15:15 mánudaginn 24. október n.k. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 þann dag og fylkja liði á samstöðufund undir kjörorðunum „Kjarajafnrétti strax“. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru …

Hagur iðnaðarmanna vænkast verulega

Árshækkun reglulegra launa var mest hjá iðnaðarmönnum á almennum vinnumarkaði í júní 2016 eða 15,6%.  Á sama tímabili hækkaði verslunarfólk um 10,1%, skrifstofufólk um 11,3%, verkafólk um 11,7% og sérfræðingar um 11,9%.   Þetta má lesa úr upplýsingum Hagstofunnar um launaþróun í landinu, sem nú er birt í fyrsta sinn sundurliðuð á einstaka hópa vinnumarkaðarins á grundvelli mánaðar í stað …