Næstkomandi mánudag 28. nóvember verður haldinn stofnfundur Félags fagkvenna sem er félag fyrir konur í karllægum iðngreinum. Tilgangurinn með stofnun félagsins er að búa til öflugt tengslanet milli kvenna sem starfa í iðngreinum sem að stærstum hluta eru skipaðar körlum.
Allar konur sem lokið hafa sveinsprófi í karllægri iðngrein, eru í námi eða á námssamningi eru hvattar til að mæta á stofnfundinn.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 og hefst kl. 20.
Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu undirbúningshópsins https://www.facebook.com/events/979162078878917/