Fagháskóli í burðarliðnum – skýrsla verkefnishóps

Nýverið var kynnt skýrsla verkefnishóps um fagháskólanám sem skipaður var í mars 2016. Í hópnum sátu auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins, fulltrúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB,  Landssambands íslenskra stúdenta, Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Samstarfsnefndar háskólastigsins, Samtaka atvinnulífsins og Skólameistarafélags Íslands.  Við sama tækifæri undirrituðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson framkvæmdastjóri SA, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB viljayfirlýsingu um stofnun þróunarsjóðs um þróunarverkefni sem nýtast sem fyrirmyndir um skipulag, nám og gæðamat í fagháskólanámi. Sjóðnum er ætlað að styrkja þróun og framboð á námsleiðum, kostnað við rekstur verkefna, kynningu og innleiðingu.

Sjá nánar.