Samninganefnd boðuð til fundar

Samninganefnd Samiðnar hefur verið boðuð til fundar nk. mánudag þar sem farið verður yfir niðurstöður forsendunefndar ASÍ og SA og lagt mat á næstu skref.

Ríkisstjórnin dragi úr tekjutengingum almannatrygginga

Miðstjón Samiðnar samþykkti á fundi sínum 10. febrúar sl. ályktun þar sem skorað er á ríkisstjónina að draga verulega úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu.  Breytingar á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á síðasta ári hafa komið mjög illa við marga lífeyrisþega vegna mikilla skerðinga og minnkað hvata þeirra til atvinnuþátttöku.  Skorað er á ríkisstjórnina að gera nauðsynlegar breytingar svo samspil …

Miðstjórn kallar eftir þjóðarátaki í húsnæðismálum og ítrekar mótmæli við niðurstöðu kjararáðs

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum 10.febrúar sl. að hvetja ríki, sveitarfélög og vinnumarkaðinn til þjóðarátaks í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en þörf er á 3-4000 nýjum íbúðum til að slá á eftirspurnina sem leitt hefur til óbærilegrar hækkunar íbúðaverðs og húsaleigu. Jafnframt áréttaði miðstjórnin fyrri ályktun, þar sem niðurstöðu kjararáðs um hækkun launa alþingismanna og æðstu embættismanna er mótmælt, og skorar …

Markaðurinn getur ekki einn og sér leyst húsnæðisskortinn

Skortur á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er alvarlegur samfélagslegur vandi sem verður að takast á við og finna lausnir á. Sú mikla eftirspurn sem er til staðar er tilkomin m.a. vegna þess að lítið sem ekkert var byrjað á nýjum íbúðum á tímabilinu 2008 til 2014 og svo hins vegar að í vaxandi mæli er verið að leigja almennt íbúðarhúsnæði til …

Félagsleg undirboð eru glæpur

Mikill uppgangur er í mannvirkjagerð og almennri byggingastarfsemi. Til að mæta eftirspurn eftir starfsfólki hefur verið fluttur inn mikill fjöldi erlendra starfsmanna. Samkvæmt reglum sem gilda meðal EES landanna eiga erlendir starfsmenn að njóta sambærilegra starfskjara og innlendir starfsmenn.Á Íslandi gildir sú almenna regla að kjarasamningar gilda sem lágmarkréttindi fyrir alla sem starfa á samningssviði viðkomandi kjarasamnings.Þetta þýðir t.d. að …

Tíminn tikkar á Alþingi

Í næstu viku kemur Alþingi saman á ný eftir jólafrí. Mörg mikilvæg mál bíða þingsins en eitt þeirra hefur þó algjöra sérstöðu en það er úrskurður kjaradóms um laun alþingismanna og æðstu embættismanna. Niðurstaða dómsins var ekki í neinu samræmi við þær launahækkanir sem almenningur hefur verið að fá og sem lagðar hafa verið til grundvallar í SALEK samkomulaginu. En …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar úr kr. 149,8 í kr. 147,8 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar bókun í kjarasamningi (bls. 84).

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Opnunartími um hátíðarnar

Samiðn óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. Skrifstofa Samiðnar verður lokuð á Þorláksmessu og 2. janúar.  Brýn erindi má senda á palmi@samidn.is

Samiðn styrkir Rauða krossinn

Í stað þess að senda félögum og samstarfsaðilum jólakort styrkir Samiðn ásamt Byggiðn og FIT innanlandsstarf Rauða krossins um þessi jól.   Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 42 um allt land, veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum …

Birta lífeyrissjóður tekinn til starfa

Birta lífeyrissjóður hóf í morgun formlega starfsemi eftir sameiningu Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Heimasíða Birtu er www.birta.is þar sem sjá má allar helstu upplýsingar um hinn sameinaða sjóð.