Samiðn styrkir Rauða krossinn

Í stað þess að senda félögum og samstarfsaðilum jólakort styrkir Samiðn ásamt Byggiðn og FIT innanlandsstarf Rauða krossins um þessi jól.  

Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 42 um allt land, veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson formann FIT og Samiðnar og Finnbjörn A. Hermannsson formann Byggiðnar Félags byggingamanna, afhenta Helgu G. Halldórsdóttur verkefnisstjóra á samskiptasviði Rauða krossins styrkinn.

Sjá nánar.