Miðstjón Samiðnar samþykkti á fundi sínum 10. febrúar sl. ályktun þar sem skorað er á ríkisstjónina að draga verulega úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu. Breytingar á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á síðasta ári hafa komið mjög illa við marga lífeyrisþega vegna mikilla skerðinga og minnkað hvata þeirra til atvinnuþátttöku. Skorað er á ríkisstjórnina að gera nauðsynlegar breytingar svo samspil almannatrygginga við aðrar tekjur verði með þeim hætti að fólk njóti eðlilegs ávinnings af því að greiða í lífeyrissjóð og afla sér atvinnutekna samhliða töku lífeyris.