Samið um lífeyrisaukann við ríkið og Reykjavíkurborg

Í gær var undirritaður samningur við ríkið og Reykjavíkurborg um lífeyrisauka sambærilegan og opinberir starfsmenn fengu með breytingunum um síðustu áramót. Í þessari umferð náðist ekki samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga en stéttarfélögin hafa verið með sambærilegar kröfur gangvart þeim. En hvers vegna var þessi samningur gerður og til hverra nær hann?Í fyrsta lagi nær samningurinn til starfsmanna ríkisins og …

Miðstjórn á Vestfjörðum

Miðstjórn Samiðnar hélt haustfund sinn á Ísafirði 13. og 14. sept. þar sem farið var yfir helstu verkefni vetrarins og spáð í spilin með heimamönnum í VerkVest og Félagi járniðnaðarmanna.  Miðstjórn heimsótti Bolungarvík og Vestfirska verktaka, auk þess sem tekið var hús á sveitarstjóra Súðavíkur Pétri P. Markan, sem jafnframt er formaður fjórðungssambands Vestfjarða og fékk yfirlit yfir helstu áskoranir og …

Fundur fólksins 8. og 9. september Hofi Akureyri

Samiðn mun leggja sitt af mörkum á FUNDI FÓLKSINS sem er er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð þar sem saman kemur fólk úr ólíkum áttum til að ræða fjölbreytt málefni.  Á myndinni má sjá fulltrúa Samiðnar Sighvat og Evu sem koma frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri. Meðal efnisflokka verða: Af hverju borga ég í stéttarfélög?  Ungt fólk og stéttarfélög. Hver er staðan …

Er verið að leggja niður íslenskt velferðarkerfi?!

Norræn velferðakerfi byggjast á því að við tökum sameiginlega ábyrgð á hvert öðru. Við förum margvíslegar leiðir að þessu markmiði. Við erum með heilbrigðiskerfi, menntakerfi og almannatryggingar, barnabætur fyrir barnafólk og húsnæðisstuðning. Við semjum um réttindi fólks í gegnum kjarasamninga s.s. um lífeyrisréttindi og greiðslu sjúkradagpeninga svo eitthvað sé nefnt. Réttindi sem koma í gegnum ríki og sveitarfélög eru háð …

Hver er munurinn á að stela í verslun eða stela launum starfsmanna?

Mikill fjöldi erlendra starfsmanna er að störfum á íslenskum vinnumarkaði við misjafnar aðstæður, bæði hvað varðar aðbúnað og starfskjör. Þrátt fyrir að stéttarfélögin haldi úti eftirliti á vinnustöðum og reyni að sporna við félagslegum undirboðum má öllum vera ljóst að víða er verið að fara illa með erlenda starfsmenn. Á síðustu árum hefur löggjöfin verið endurbætt en verulega skortir á …

IÐAN – fræðslusetur

Á vef Iðunnar fræðsluseturs www.idan.is má sjá framboðið af hinum ýmsu fagnámskeiðum og námskeiðum almenns eðlis. Sérstök athygli er vakin á raunfærnimatinu fyrir þá sem hafa náð 23ja ára aldri en það er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Þessi leið hefur …

Tilgreind séreign eða samtrygging?

Þann 1. júlí hækkaði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og er þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda. Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda, sem samið var um í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA í janúar 2016, kemur til framkvæmda þann …

Golfmót Samiðnar – úrslit

 Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 16. júní og mættu yfir 50 golfarar til leiks en mótið var jafnframt innanfélagsmót Bygginar og FIT.  Hér að neðan má sjá úrslit mótsins en Samiðnarstyttuna hlaut að þessu sinni Sigurður Óskar Waage frá Byggiðn og á myndinni hér til hliðar má sjá hann taka við styttunni úr hendi …

Valfrelsi í lífeyrissjóðakerfinu eykst verulega 1. júlí með tilgreindri séreign

Í gildandi kjarasamningi Samiðnar og SA er kveðið á um að iðgjald til lífeyrissjóða hækki í áföngum og verði 15,5% 1. júlí 2018.Iðgjaldið hækkaði 1. júlí 2016 um 0,5% og hækkar um 1,5% 1. júlí n.k. og svo önnur 1,5% 1. júlí 2018 Í gildandi kjarasamningi er gert ráð fyrir að einstaklingar geti ráðstafað allri viðbótinni eða hluta hennar í …

Golfmótið 16.júní á Hlíðarvelli Mosfellsbæ

Hið árlega golfmót aðildarfélaga Samiðnar verður haldið á Hlíðavelli Mosfellsbæ föstudaginn 16. júní. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Einnig er velkomið að taka með sér gesti. ATH – MÆTING Í NÝJA GOLFSKÁLANN Mæting í síðasta lagi kl. 15:30 og ræst út kl. 16:00 af tveimur teigum. Mótið er einnig innanfélagsmót Byggiðnar og FIT Keppt er …