Miðstjórn á Vestfjörðum

Miðstjórn Samiðnar hélt haustfund sinn á Ísafirði 13. og 14. sept. þar sem farið var yfir helstu verkefni vetrarins og spáð í spilin með heimamönnum í VerkVest og Félagi járniðnaðarmanna.  Miðstjórn heimsótti Bolungarvík og Vestfirska verktaka, auk þess sem tekið var hús á sveitarstjóra Súðavíkur Pétri P. Markan, sem jafnframt er formaður fjórðungssambands Vestfjarða og fékk yfirlit yfir helstu áskoranir og tækifæri Vestfirðinga.