Fundur fólksins 8. og 9. september Hofi Akureyri

Samiðn mun leggja sitt af mörkum á FUNDI FÓLKSINS sem er er lífleg tveggja daga lýðræðishátíð þar sem saman kemur fólk úr ólíkum áttum til að ræða fjölbreytt málefni.  Á myndinni má sjá fulltrúa Samiðnar Sighvat og Evu sem koma frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri.

Meðal efnisflokka verða: 
Af hverju borga ég í stéttarfélög?  
Ungt fólk og stéttarfélög.
Hver er staðan í stefnumótun stjórnvalda í málefnum eldra fólks?
Staða íslenskra fjölmiðla?
Verður framtíðarkennarinn app?  
Fátækt er ekki aumingjaskapur.

Upplýsingar, samtal og gagnkvæm virðing eru undirstöður lýðræðisins og er eitt af markmiðum hátíðarinnar að hvetja til uppbyggjandi samtals.  Félagasamtök fá tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri, upplýsa almenning og ráðamenn um sín baráttumál og leita eftir stuðningi. Með því að hlusta og ræða saman í eigin persónu aukum við traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins.

Sjá nánar.