Á vef Iðunnar fræðsluseturs www.idan.is má sjá framboðið af hinum ýmsu fagnámskeiðum og námskeiðum almenns eðlis.
Sérstök athygli er vakin á raunfærnimatinu fyrir þá sem hafa náð 23ja ára aldri en það er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði. Matið getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því. Þessi leið hefur skilað góðum árangri þar sem margir þátttakendur raunfærnimatsins hafa haldið áfram námi og lokið sveinsprófi að loknu matinu.
Inntökuskilyrði í raunfærnimat:
23 ára aldur og 3 ára reynsla úr viðkomandi grein, miðað við fullt starf (staðfest með opinberum gögnum t.d. lífeyrissjóðsyfirlitum)