Um niðurstöðu kosningar hjá Eflingu

Nú liggja fyrir niðurstöður í kosningu til stjórnar Eflingar og er niðurstaðan afdráttarlaus B-listinn hlaut afgerandi kosningu. Þessi niðurstaða hlýtur að kalla á að fólk innan stéttarfélaganna setjist niður og endurmeti hlutina. Það er ekki hægt að túlka þessa niðurstöðu með öðrum hætti en að grasrótin sé að kalla á breytt vinnubrögð. Spurningar blasa við. Getur verið að forysta félaganna …

Félagsmenn á opinbera markaðnum fá launaþróunartryggingu

Nú liggur fyrir niðurstaða hvernig laun opinbera markaðarins hafa þróast í samanburði við laun á almennum markaði fyrir árið 2017. Samkvæmt ramma samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verð bætt það launaskrið sem verður á almennum vinnumarkaði umfram það sem kann að verða á …

Kjarasamningar halda út árið

Á miklum baráttufundi formanna aðildarfélaga ASÍ í dag var ákveðið að segja ekki upp kjarasamningum og halda þeir því gildi sínu fram til næstu áramóta. Miklar og heitar  umræður voru á fundinum og mikill hugur í fólki að berjast fyrir auknu réttlæti.  Ef draga á ályktun af umræðunni er ljóst að framundan eru miklir umbreytingartímar. Laun á almennum vinnumarkaði hækka …

Ráðstefna IÐNMENNTAR: „Vinnustaðanám í starfsnámi“

Þann 1. mars næstkomandi verður Ráðstefna IÐNMENNTAR haldin á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:30 – 16:00 undir yfirskriftinni: Vinnustaðanám í starfsnámi. Frír aðgangur er á ráðstefnuna en gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið elisabet@idnu.is eða rafrænt hér: Vinnustaðanám – Ráðstefna Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á þessum tíma verður fundurinn sendur út beint á www.netsamfelag.is

Stytting vinnuvikunnar og hækkun launa

Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands IG Metall samdi nýverið um heimild til styttingar vinnuvikunnar samhliða hækkun launa fyrir um 900.000 félagsmenn sína í málmiðnaði í Baden-Wurtenberg.  Eftir nokkur sólarhrings verkföll var samningurinn undirritaður en hann er til tveggja ára og talinn fordæmisgefandi fyrir aðrar greinar og kveður á um styttingu vinnuvikunnar úr 35 stundum í 28 og laun hækki um 4,3%.  Haft er …

Náttúruvernd og auðlindanýting í þágu almennings

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum 15. febrúar sl. eftirfarandi ályktun um nýtingu orkuauðlinda og náttúruvernd: „Við mat á virkjunarkostum við framleiðslu á rafmagni og við aðra uppbyggingu sem felur í sér rask á náttúru er nauðsynlegt að þarfir nærsamfélagsins, umfram aðrar þarfir, séu ætíð hafðar sem mest í forgrunni.  Sterkir innviðir eru forsenda fyrir framþróun sveitarfélaga og byggð í landinu. …

Kjör fulltrúa launafólks í stjórn Birtu lífeyrissjóðs

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launafólks í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs. Þeir sem áhuga hafa á að gefa kost …

Háskólanám fyrir iðnmenntaða

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða: www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi til háskólanáms við HR. Á síðunni eru teknar saman upplýsingar um vinsælar námsbrautir í HR hjá fólki með iðnmenntun, leiðarvísir um hvaða inntökuskilyrði þarf að uppfylla fyrir mismunandi námsbrautir, ásamt reynslusögum nemenda sem …

Vinnustaðaeftirlitið komið í fullan gang

Vinnustaðaeftirlit aðildarfélaga Samiðnar „Planið“ í samstarfi við Rafiðnaðarsambandið sem hófst sl. haust er nú hafið að nýju eftir áramót og hafa nokkrir vinnustaðir þegar verið heimsóttir og starfsréttindi manna könnuð og þeim veittar upplýsingar um kaup og kjör.  Verkefnið beinist sérstaklega að stöðu erlendra starfsmanna í mannvirkjagerð, en það hefur því miður sýnt sig að oft er pottur brotinn hvað …

Formaður Byggiðnar um stöðu kjarasamninganna

Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar skrifar leiðara í nýjasta fréttabréf félagsins þar sem hann fer yfir stöðuna í byggingageiranum með tilliti til kjarasamninganna, en hann telur síðasta ár hafa verið hagfellt hvað atvinnustig og kaupmátt varðar enda verkefnastaðan góð og mikil eftirspurn eftir iðnaðarmönnum. „Endurskoðun kjarasamninga stendur fyrir dyrum nú í febrúar. Forsendur sem settar voru fram um viðmiðanir voru …